Velkomin á vef Zetadeildar

Zetadeild  starfar á Austurlandi og félagskonur koma víðs vegar af Fljótsdalshéraði og Fjörðunum. Félagskonur Zetadeildar koma þar af leiðandi af stóru svæði og þar sem allra veðra er von yfir vetrartíman hittumst við að hausti á nokkrum fundum, gerum hlé yfir háveturinn og hittumst svo aftur nokkrum sinnum að vori. 

Við reynum að hafa fundina á þeim stöðum þar sem félagskonur búa og náum þannig að dreifa fundastöðum yfir svæðið.  Við notum þá gjarnan tækifærið til að kynnast ýmiss konar fræðslustarfsemi og aðstöðu fyrir slíkt starf í tengslum við fundina á þeim stöðum sem fundað er hverju sinni.  Félagskonur í Zetadeild eru nú skráðar fjórtán.


The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for anything posted to this site and makes no representation as to the accuracy or completeness of information contained in such material. The views expressed on this site do not necessarily represent or reflect the views of The Delta Kappa Gamma Society International. The Delta Kappa Gamma Society International is not responsible for, and disclaims any liability in relation to, anything posted by contributors to, or users of, the site.


Allar myndir á vefnum okkar eru birtar með leyfi þeirra sem á þeim eru og ljósmyndaranna.

All photos on our webpages are published with permission from the participants and the photographers.

Heimsókn í Sólina – frístundaheimili fyrir börn með þörf fyrir stuðning í Múlaþingi

09.12.2024
Félagskonur hittust í gamla leikskólanum í Fellabæ sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Unnur Ólöf Tómasdóttir tók á móti hópnum og kynnti stofnun og starfsemi Sólarinnar. Lögð hefur verið áhersla á góða hljóðvist og skynjunarvæn rými við endurbætur á ...
Lesa meira

Ný kona bættist í zeta hópinn

03.11.2024
Zeta konur héldu fyrsta fund sinn í Neskaupstað í haust eftir að ný stjórn tók við.  Ánægjulegt er síðan að segja frá því að ný kona bættist í hópinn, hún heitir Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri Múlaþings. Athöfnin var falleg og dýrmæt...
Lesa meira

Aðalfundur zeta deildar og nýr formaður.

25.08.2024
Til stóð að halda aðalfund deildarinnar í vor en það náðist ekki og fundur því haldinn í ágúst. Góð mæting var á fundinum og mættu 11 af þeim 14 konum sem eru í deildinni. Fundurinn var haldinn á Stöðinni, Seyðisfirði og sá fráfarandi stjórn um fund...
Lesa meira

Fundur haldinn í Múlanum, Neskaupstað.

07.05.2024
Zeta konur héldu fjórða fund sinn á starfsárinu í Múlanum samvinnuhúsi í Neskaupstað þriðjudaginn 30. apríl.  Um fundinn sáu þær Steinunn Aðalsteinsdóttir og Brynja Garðarsdóttir. Múlinn samvinnuhús er skrifstofuklasi og miðstöð nýsköpunar í Neskaup...
Lesa meira

Bókafundur haldinn í Vök

07.05.2024
Zeta konur hittust í fundarsal Vök Bistro í Fellabæ þann 29. febrúar. Fámennt var en góðmennt og voru það farsældarlögin sem áttu hug kvenna í upphafi fundar. Félagskonur ræddu um farsældarlögin og skipst var á hugmyndum hvernig þau gætu komið til me...
Lesa meira