Skýrsla stjórnar 2015-2016.
Skýrsla Zetadeildar fyrir árin 2015 – 2016.
2015
Stjórn Zetadeildar var skipuð þeim; Sigríði Herdísi formanni, Ruth Magnúsdóttur og Kristínu Hlíðkvist meðstjórndum. Áherslan var eins og áður að boða fagnaðarerindið og fjölga félagskonum. Haldnir voru fjórir fundir þetta ár víðsvegar um fjórðunginn.
Fundir voru á Egilsstöðum, Stöðvarfirði og í Neskaupstað. Viðfangsefnið var fjölbreytt að vanda og umræðuefnin gagnleg. Fimmtán konur voru skráðar í deildina en tvær þeirra tóku sér hlé frá starfseminni um haustið. Ein kona var tekin inn á fyrsta fundi haustins.
2016
Haldnir voru sex fundir og ný stjórn var kosin í maí. Helga M. Steinsson formaður, Halldóra Baldursdóttir og Guðrún Ásgeirsdóttir meðstjórnendur. Kristín Hlíðkvist gaf kost á sér sem gjaldkeri áfram. Guðrún Ásgeirsdóttir tók að sér vefstjórnina. Slagorð samtakanna ,,verum virkar og styrkjum starfið“ var haft að leiðarljósi og hlutverkum á fundum dreift milli félagskvenna.
Fundir voru haldnir í Fellabæ, á Reyðarfirði, Egilsstöðum, Eskifirði og í Neskaupstað. Viðfangsefnin fjölbreytt og af nógu að taka í austfirsku samfélagi
Síðast uppfært 22. maí 2018