Vorfundur zetadeilda haldinn 7. júní 2023.
Fundur zetadeildar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurland og var gestgjafi okkar Eydís Ásbjörnsdóttir skólameistari. Skólinn var stofnaður árið 1986 í Neskaupstað fyrir tilstuðlan bæjarstjórnar Neskaupstaðar og Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi. Þróun iðnskólanáms má rekja aftur til ársins 1943 þegar Iðnskólinn í Neskaupstað tók til starfa, en hann var rekinn af Iðnaðarmannafélagi Neskaupstaðar fram til ársins 1955.
Sérstaða skólans í dag, endurspeglast ekki síst í því að hann er eini skólinn á Austurlandi sem býður upp á verklegt nám og einnig er sérstaða hans fólgin í því að vera í nánum tengslum við atvinnulífið og hafa boðið uppá atvinnulífstengd námskeið.
Við fengum þar mjög góða innsýn í starf og starfsemi skólans meðal annars sagði Eydís okkur frá því að Nemendur í 8-10 bekk úr Fjarðarbyggð fá kynningu á iðngreinum hálfan dag í viku í átta vikur og til standi að nemendum úr Múlaþingi verði einnig boðið í heimsókn
Á liðnu skólaári voru 150 nemendur í daskóla og sami fjöldi er í fjarnámi víðsvegar af landinu. nánar má lesa um skólann á heimasíðu https://www.va.is/