Heimasíða Zeta deildar
18.05.2007
Nú skjótum við heimasíðu Zeta deildar í loftið og gerum hana að virkum miðli í félagsstarfi deildarinnar. Eygló
Björnsdóttir úr Beta deild verður seint fullþökkuð hennar vinna, bæði við gerð heimasíðu samtakanna og að gera okkur öllum
kleift að eiga síður fyrir deildarstarfið, en ekki síst aðstoðina við að koma okkur af stað við að nota síður deildanna.
Framvegis munum við í stjórn Zeta deildar leitast við að setja fréttir af starfseminni og upplýsingar um það sem framundan er í starfinu inn
á heimasíðuna okkar. Við hvetjum félagskonur sem eiga myndir úr starfinu í vetur að senda formanni þær, hafi þær ekki
þegar gert það, þannig að við getum gert síðuna eins lifandi og skemmtilega og mögulegt er.