Frá afmælisþingi samtakanna í Reykholti
19.05.2007
Eins og kunnugt er var haldið veglegt afmælisþing í Reykholti fyrstu helgina í maí í tilefni 30 ára afmælis Delta Kappa Gamma á
Íslandi. Þingið sem um 85 konur sóttu, var einstaklega vel heppnað í alla staði, dagskrá bæði spennandi og skemmtileg og þingsetan
verður því þátttakendum mikil hvatning í áframhaldandi starfi í deildunum.
Á afmælisþinginu fluttu allar deildir "Afmælisblossa" og hafði til þess 7 mínútur. Afmælisblossarnir voru skemmtilega ólíkir
bæði hvað varðar innihald og flutning. Frá Zetadeild fluttum við nokkuð hefðbundna kynningu á "leit okkar að sögu deildarinnar" á
þessu fyrsta starfsári í nýlega endurvakinni deild á Austurlandi. Fyrir þær félagskonur sem áttu þess ekki kost að vera
með okkur í Reykholti látum við kynninguna fylgja með hér.