Aðalfundur 2022 haldinn í Vallanesi
Fundur haldinn í Asparhúsinu í Vallanesi. Eymundur Magnússon bóndi tók á móti okkur og sagði okkur frá upphafi þess að hann gerðist bóndi árið 1997. Í vallanesi er nú ræktað m.a korn og grænmeti en Eymundur telur að erfitt sé að breyta neysluvenjum fólks því þær byggi mikið á vana og því sé þetta búið að vera ákveðið langhlaup hjá þeim. Í dag eru framleidd á Vallanesi 80 tonn af byggi til manneldis og 20 vörutegundir.
Húsið sem fundurinn var haldinn í, Asparhúsið, er byggt úr öspum sem var plantað í Vallanesi árið 1986, þetta er fyrsta húsið sem er alfarið byggt úr íslensku timbri og var reist 2016.
Að lokum var ný stjórn kosin, í henni eru þær:
Unnur Óskarsdóttir Seyðisfirði, formaður.
Helga Guðmundsdóttir Egilsstöðum, meðstjórnandi.
Jórunn Kristín Sigurbjörnsdóttir Reyðarfirði, ritari.
Ólafía Stefánsdóttir Seyðisfirði, gjaldkeri.