Aðalfundur í Zetadeild

Aðalfundur 2. júní 2020.
Aðalfundur 2. júní 2020.

Aðalfundur í Zetadeild DKG,

haldinn þriðjudaginn 2. júní 2020

 

Aðalfundur Zetadeildar var haldinn í Bókakaffi í Fellabæ 2. júní 2020. Þar voru almenn aðalfundarstörf og ný stjórn tók við. Nýja stjórn skipa þær: Guðmunda Vala Jónasdóttir, formaður. Margret Björk Björgvinsdóttir og Jórunn Kristín Sigurbjörnsdóttir meðstjórnendur. Harpa kveikti á kertunum og sá um fundarstjórn. Ruth las upp markmiðin og Unnur leiddi félagskonur í dásamlega hugleiðslustund. Að lokum borðuðum við grænmetissúpu og hnallþórur af bestu gerð. Síðan var haldið út í sumarið.