Aðalfundur zeta deildar og nýr formaður.
Til stóð að halda aðalfund deildarinnar í vor en það náðist ekki og fundur því haldinn í ágúst. Góð mæting var á fundinum og mættu 11 af þeim 14 konum sem eru í deildinni.
Fundurinn var haldinn á Stöðinni, Seyðisfirði og sá fráfarandi stjórn um fundinn.
Stöðin er veitingastaður sem rekinn er í húsnæði sem var áður söluskáli og bensínafgreiðsla. Haukur Óskarsson eigangi veitingastaðarins sagði frá rekstrinum.
Enn og aftur ræddu konur fámenni deildarinnar og þá erfiðleika sem geta skapast yfir vetrartímann þegar veður versnar. Ein leið til að þurfa ekki að fella niður fundi er að notast við fjarfundarbúnað. Það gerðum við þegar samkomutakmarkanir voru í samfélaginu og gekk vel. Mun skemmtilegra er að hittast í raunheimum en töldu félagskonur betra að notast við tæknina ef veður hamlaði för í stað þess að fella niður fundi.
Að lokum var ný stjórn kosin til næstu 2 ára og í henni eru:
Ólafía Þ. Stefánsdóttir Seyðisfirði, formaður.
Brynja Garðarsdóttir Neskaupstað, meðstjórnandi.
Ruth Magnúsdóttir Egilsstöðum, ritari.
Gjaldkeri er:
Helga Guðmundsdóttir Egilsstöðum.