Heimsókn í Sólina – frístundaheimili fyrir börn með þörf fyrir stuðning í Múlaþingi

Félagskonur hittust í gamla leikskólanum í Fellabæ sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Unnur Ólöf Tómasdóttir tók á móti hópnum og kynnti stofnun og starfsemi Sólarinnar. Lögð hefur verið áhersla á góða hljóðvist og skynjunarvæn rými við endurbætur á húsnæðinu. Jafnframt hefur verið lagt upp úr því að gera rýmin ólík bæði hvað varðar liti, notkun og skynjun. Unni Ólöfu var þökkuð góð kynning og óskað til hamingju með nýtt frístundaheimili.

Félagskonur héldu síðan á Tehúsið þar sem fundað var áfram. Helga Guðmundsdóttir með orð til umhugsunar og gerði föruneyti barns um jól að sínu umtalsefni. Hún sagði frá uppvexti sínum innan búðar í Hafnarfirði, þar sem faðir hennar rak verslun. Krakkar fengu snemma hlutverk við að aðstoða fullorðna í jólaönnum í versluninni.