Fyrsti fundur zetadeildar haldinn í Fellabæ 2. nóvember 2023.
03.11.2023
Góð mæting var á fundinn og á hann mættu einnig þrír gestir sem vonandi verða félagskonunr fyrr en seinna.
Að þessu sinni var fundurinn haldinn í leikskólanum Hádegishöfða í Fellabæ sem tekinn var í notkun fyrir um ári síðan. Ánægjulegt var að fá skoðunarferð um hann með zetakonunni og leikskólastjóranum Guðmundu Völu.
Virkilega fallegt og notalegt umhverfi sem starfsmenn og nemendur hafa til afnota. Vala sagði okkur stuttlega frá starfseminni sem er í anda Reggio Emilia.
Hefðbundin félagsstörf voru síðan að lokinni skoðunarferð og félagskonum sagt frá Samskipta- og útgáfunefnd sem nú er í höndum zetadeildar en þær Sigríður Herdís, Guðrmunda Vala og Guðrún munu sjá um að koma áhugaverðu efni frá félagskonum í haustfréttabréfið.