Landssambandsþing á Hótel Heklu í Skeiða og Gnúpverjahreppi

Félagskonur ættu endilega að skella sér á landssambandsþing 4. og 5. maí. Það er alltaf gaman að hitta aðrar konur í sömu störfum. Dagskráin er mjög áhugaverð.

 

Aðalfundur DKG

Hótel Heklu

Epsilondeild á Suðurlandi hefur veg og vanda að skipulagi aðalfundarins en menntamálanefnd skipuleggur dagskrána sem að þessu sinni ber heitið „Á flekamótum". Vísar heiti dagskrárinnar til þess að á því sviði menntunar og fræðslu er að finna fjölda athafnakerfa (activity system) sem hafa svipuð markmið en starfa oft ekki í eins miklu samstarfi og æskilegt væri með tilliti til þeirra sem þau eiga að þjóna. Verður sérstaklega hugað að skilum á milli kerfa þeirri togstreitu og spennu sem myndast getur á slíkum skilum en jafnframt hugað að möguleikum til að nýta mótin til sköpunar og aukinnar þekkingar. Fræðikonurnar sem taka til máls þennan dag eiga það allar sameiginlegt að hafa gert slík skil (skólastiga, skóla og atvinnulífs, starfa og eftirlauna?) að rannsóknarverkefnum sínum.

Laugardagur 4. maí 2013

10.00–10.15 Morgunkaffi

10.15–10.30 Setning

10.30–11.00 Margret Trybus Ed.D.

11.00–11.30 Jóhanna Einarsdóttir fjallar um skil á milli leikskóla og grunnskóla

11.30–12.00 Kolbrún Pálsdóttir fjallar um skilin á milli frístundaheimila og skóla.

12.00–12.45 Matarhlé

12.45–13.15 Gerður G. Óskarsdóttir fjallar um skilin á milli grunn- og framhaldsskóla.

13.15–13.45 Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir fjallar um skilin milli framhaldsskóla og framhaldsfræðslu.

13.45–14.15 Guðrún Geirsdóttir fjallar um skilin milli framhaldsskóla og

háskóla.

14.15–14.35 Kaffihlé

14.35–14.50 Bernharður Guðmundsson fjallar um skilin á milli starfs og starfsloka.

14.50–15.30 Fyrirspurnir og umræður.

15.45 Menningarferð

19.30 Hátíðarkvöldverður

Sunnudagur 5. maí 2013

10.00–12.00 Aðalfundur landssambandsþings

Ávarp frá alþjóðafulltrúa DKG, Dr. Lyn Schmid, Ed.D

a) Kosning fundarstjóra

b) Kosning tveggja fundarritara

c) Skýrsla stjórnar – umræður

d) Skýrslur nefnda

e) Skýrslur deilda

f) Reikningar lagðir fram – umræður

g) Árgjald ákveðið

h) Fjárhagsáætlun lögð fram – umræður

i) Kosning forseta landssambands

j) Kosning annarra stjórnarmanna landssambands

k) Kosning í fjárhagsnefnd og uppstillinganefnd

l) Kosning tveggja endurskoðenda

m) Lagabreytingar

n) Ályktanir og tillögur sem berast til landsambandsþings

o) Önnur mál.

Á þinginu ræður meirihluti greiddra atkvæða skráðra þátttakenda.