Fundur á Fáskrúðsfirði 27. mars 2017.
Skemmtilegur og fjölbreyttur fundur í umsjón þeirra Bjargar og Jórunnar.
Fundurinn hófst í Norðurljósahúsinu á Fáskrúðsfirði. Safnið var opnað vorið 2016 og hefur að geyma norðurljósamyndir eftir þær Jónínu G. Óskarsdóttur og Jóhönnu K. Hauksdóttur.
Síðan var haldið á veitingastaðinn L‘Abri á Fosshóteli. Þar hlustuðum við á Berglindi Ó. Agnarsdóttur segja okkur ævintýri og var auðvelt að detta inn í ævintýraheiminn við frásögn Berglindar því hún segir afar skemmtilega frá.
Auk Berglindar voru tveir aðrir gestir á fundinum, Þær Unnur Sveinsdóttir og Marta Wíum Hermannsdóttir og er það von okkar að þær muni hafa áhuga á að ganga í Zeta deildina.
Við ræddum komandi Landsþing og var áhugi nokkur og vonandi að sem flestar sjái sér fært að mæta á Landsþingið í byrjun maí (sjá dagskrá, http://dkg.muna.is/is/page/lands._thing_2017).