Fundur haldinn á Egilsstöðum 22. nóvember 2018.
Annar fundur í Zeta deild var haldinn 22. nóvember 2018 í Tehúsinu Hostel Egilsstöðum.
Byrjað var á fara í heimsókn í Hús Handanna þar sem Lára Vilbergsdóttir tók á móti zeta konum og kynnti fyrir okkur starfsemina en Hús Handanna er sérverslun og gallerí þar sem megináhersla er á að kynna og efla hvers kyns framleiðslu, hönnun, handíðir og listsköpun á Austurlandi. Að heimsókninni lokinni var haldið í Tehúsið þar sem hefðbundin fundarstörf tóku við.
Gestur fundarins var Anna María Arnfinnsdóttir námsráðgjafi við Egilsstaðaskóla, hún sagði frá jákvæðri sálfræði og hvernig hún hefur nýst henni í starfi en Anna María lauk diplomanámi í jákvæðri sálfræði vorið 2018.