Fundur haldinn á Reyðarfirði 12. febrúar 2025
Esther Ösp Gunnarsdóttur er hönnuður og vefstjóri hjá Austurbrú á Reyðarfirði. Í hjáverkum er hún að gera ýmislegt úr leir sem okkur þótti forvitnilegt að kynnast. Hún segist sinna leirvinnuverkum á kvöldin og um helgar í bílskúrnum hjá sér. Esther Ösp segir að oft myndist baðstofustemning í bílskúrnum því börnin hennar tvö eru oft með henni að föndra eða gera hluti úr leir og eiginmaðurinn situr oft við trommuleik meðan aðrir í fjölskyldunni föndra.
Eftir heimsókn fórum við í Golfskálann á Reyðarfirði og héldum fund. Orð til umhugsunar voru um mikilvægi þess að við gefum okkur tíma til að staldra við, brosa og spjalla við fólk sem á vegi okkar verður.