Fundur haldinn í Neskaupstað
Fundur zeta deildar var haldinn í Neskaupstað 23. október. Margumtalað veður var með okkur að þessu sinn. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar var gestur okkar og fræddi okkur um starfsemina.
Markmið Austurbrúar er að vinna að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
Austurbrú er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var 2012 á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands. Austurbrú sér um daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.
Stofnaðilar að Austurbrú eru yfir 30 stofnanir, þar má nefna alla háskóla landsins, helstu fagstofnanir, stéttarfélög og hagsmunasamtök atvinnulífsins, framhaldsskóla og þekkingarsetur auk allra sveitafélaga á Austurlandi.