Fundur í haldinn í Vök.
Það tókst að halda fund í mannheimum rétt fyrir lokun og hittust zetakonur í Vök á Fljótsdalshéraði. Gestur fundarins var Íris Lind Sævarsdóttir listþerapisti. Íris er myndmenntakennari í grunninn með framhaldsmenntun í myndlist. „Maðurinn hefur frá örófi alda notað myndsköpun til að tjá tilveru sína.“ Hún vinnur með fólki sem líður mjög illa andlega og getur myndlistin hjálpað því að opna sig. Erindið var mjög fróðlegt og getur þessi aðferð örugglega hjálpað mörgum einstaklingum.
Helga Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði m.a um eigin sjálfsmynd en sú hugsun kviknaði við að hlusta á erindi Írisar.