Fundur á Breiðdalsvík 22. september
19.09.2008
Næsti fundur Zetadeildar verður haldinn á Kaffi Margrét á Breiðdalsvík mánudaginn 22. september kl. 18.00.
Við munum snæða saman léttan málsverð á kaffihúsinu, heimsækja síðan Jarðfræðisetrið í Gamla
kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík en það er byggt á starfi George Walker sem rannsakaði og kortlagði austfirsk jarðlög á
árunum 1954-1965.
Einnig munum við skoða Grunnskólann á Breiðdalsvík.
Anna Margrét Birgisdóttir flytur orð til umhugsunar.