Fundur haldinn á Egilsstöðum 26. október 2016.
30.11.2016
Hittumst á
Café Nilsen á Egilsstöðu. Fundurinn var í umsjón þeirra: Helgu Guðmunds, Kristínar
og Ruthar.
Kristín
Hlíðkvist flutti orð til umhugsunar og sagði frá aðdraganda að kvennafrídegi
1975. Hún sagði okkur frá þremur konum í Búðardal, sem tóku þá góðu ákvörðun að
fara til Reykjavíkur og taka þátt í útifundi þar. Rætt var um mikilvægi
samstöðu kvenna og að gera þurfi hana sýnilegri.
Helga minnti
okkur á vorráðstefnuna á Akureyri í byrjun maí og hefur nú þegar verið bókaður sumarbústað
í Kjarnaskógi svo vonandi hafa einhverjar félagskonur tök á að fara norður.
Eftir fundinn
var haldið í Sláturhúsið, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Þar tók Íris
Sævarsdóttir á móti okkur og sagði okkur frá starfseminni og starfi sínu sem
fræðslufulltrúi.