Fundur haldinn í Zetadeild, þriðjudaginn 27. september 2016 í Grunnskóla Eskifjarðar.
30.11.2016
Formaður, Helga Steinsson setti fundinn og greindi frá efni
fundarins. Hún fór yfir stofnun samtakanna, tilgang þeirra og markmið.
Helga benti einnig á
mikilvægi þess að félagskonur tækju að sér formannshlutverkið til þess að
kynnast starfinu enn betur.
Orð til umhugsunar flutti
Halldóra Baldursdóttir og sagði hún okkur frá skólasögu Eskifjarðar
í tilefni af 230 ára kaupstaðarafmæli Eskifjarðar sem haldið var upp á nú
í haust.
Eftir fundinn var haldið á Hótel Eskifjörð og snædd kjúklingasúpa. Síðan var haldið heim í köldu og fallegu haustveðri með dansandi norðurljósum.