Fyrsti fundur haustið 2021.
Haustið byrjar vel hjá okkur zeta konum þar sem þrjár nýjar konu mættu á kynningarfund sem haldinn var á Fáskrúðsfirði. Kærkomin viðbót við okkar fámenn en góða hóp og nálgumst við töluna tuttugu og koma konur frá Djúpavogi, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði Eskifirði, Neskaupstað, Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Helga Magnea kynnti starfsemi DKG fyrir nýjum konum. Guðrún var með orð til umhugsunar um Menntafléttuna sem saman stendur af námskeiðum sem byggja á hugmyndafræði leigtoganáms og þróun lærdómssamfélaga.
Nokkur umræða skapaðist þar sem m.a. var rætt um mikilvægi starfsþróunar og aðgengi landsbyggðarinnar að henni en Menntafléttan fer fram með rafrænum hætti og er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Skemmtilegar umræður voru yfir matnum eins og gjarnan gerist í góðra vina hópi og Helga Guðmundsdóttir þakkaði konum fyrir góðan fund og lauk honum með því að slökkva á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.