Inntökufundurinn 8. desember 2008
08.12.2008
Í kvöld var haldinn jólafundur Zetadeildar á Kaffihúsinu hjá Marlín á Reyðarfirði. Sérstakur gestur fundarins var
Ingibjörg Einarsdóttir sem aðstoðaði við inntöku þriggja nýrra félagskvenna í deildina. Anna Þóra Baldursdóttir sendi
góðar kveðjur á fundinn en hún átti ekki heimangengt í dag. Margar félagskonur komust ekki á fundinn, vegna veðurs og veikinda. Á
fundinum flutti Jórunn ritari deildarinnar orð til umhugsunar og fjallaði hún um jólahald á heimili sínu í æsku. Jarþrúður las
jólasöguna Gjafir vitringanna í forföllum Helgu M. Steinsson sem ætlaði að kynna bókina um Önnu á Hesteyri í Mjóafirði en
varð að játa sig veðurteppta í Neskaupstað og síðan sagði Ingibjörg Einarsdóttir frá landssamtökunum og ýmsu fleiru sem
tengist starfi Delta Kappa Gamma. Ingibjörg afhenti deildinni fjóra litla gyllta kertastjaka til að nota við inntöku nýrra félaga að gjöf.
Jarþrúður veitti þeim viðtöku og þakkaði Ingibjörgu. Eftir að hafa snætt ljúffengan mat hjá Marlín var
farið á Stríðsárasafnið í Kampinum á Reyðarfirði. Það var gaman að skoða safnið sem er til húsa í
bröggum í Kampinum á Reyðarfirði. (Sjá myndir frá fundinum í myndasafni).
Við sem komum af Héraði vorum á fjórum bílum og fórum í samfloti heim í leiðindaveðri á Fagradal.
Það er ekki einleikið hvað veður setur oft strik í reikninginn í deildarstarfinu í Zetadeild. En svona er Ísland í dag!
Næsti fundur Zetadeildar verður í mars.