Jólafundur hjá Zeta deild.
Þriðji fundur Zeta deildar var haldinn 3. desember 2019 á Hotel Capitano í Neskaupstað.
Um fundinn sáu þær Brynja Garðarsdóttir, Helga Magnea Steinsson og Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir. Auk þeirra mættu níu aðrar félagskonur.
Brynja var með orð til umhugsunar og ræddi hún um fíkn sína í lakkrís og að allt sem væri gott væri jafnframt bannað. Bað hún konur um að veita því sérstaka athygli í desember. Brynja færði systrum krydd að gjöf sem hún framleiddi úr jurtum sem hún tíndi í landi sínu í Oddsdal.
Steinunn Lilja tók að sér að fara með hópinn í skoðunarferð um húsakynni Hótel Capitano sem hýsti Kaupfélagið Fram á árum áður en Steinunn vann þar á sínum yngri árum.
Góðar umræður voru síðan yfir matnum um áhugaverðar bækur.
Við tökum okkur langt jólafrí og hittumst næst í febrúar 2020.
Gleðileg jól.