Lokafundur starfsársins 2010-2011
09.05.2011
Kæru félagskonur
Síðasti fundur vetrarins verður haldinn á Kaffi Steini á Stöðvarfirði, kl. 18:00 þann 10. maí.
Dagskrá:
- Mæting við Kaffi Stein (Kaupfélagshúsið þar sem bensíndælurnar eru) kl: 18:00
- Óformleg vinnustofuheimsókn til Rósu og Zdeneks og Rósa ætlar að kynna fyrir okkur hvað þau eru að gera.
- Farið á fundarstað.
- Fundur settur: Hrefna Egilsdóttir formaður.
- Orð til umhugsunar: Sólrún Friðriksd. listakona.
- Umræður.
- Súpa, brauð og súkkulaðikaka, verð kr. 1700.
Sjáumst sem flestar.
Kv. Þóranna og Gurra.