Fundur haldinn í Múlanum, Neskaupstað.

Zeta konur héldu fjórða fund sinn á starfsárinu í Múlanum samvinnuhúsi í Neskaupstað þriðjudaginn 30. apríl. 

Um fundinn sáu þær Steinunn Aðalsteinsdóttir og Brynja Garðarsdóttir. Múlinn samvinnuhús er skrifstofuklasi og miðstöð nýsköpunar í Neskaupstað. Í Múlanum er hægt að leigja vinnurými, fá aðgang að viðtalsherbergjum og fundarsölum. Nánar er hægt að lesa um húsið á vefsíðu https://austurland.is/vinnurymi/mulinn-samvinnuhus/ 

Hrönn Grímsdóttir formaður fræðsluteymis Austurbrúar fræddi okkur um störf Austurbrúar en í Múlanum starfa þrír af þeim fjórum starfsmönnum sem tilheyra fræðsluteyminu. Hún sagði okkur m.a. frá vinnu við raunfærnimat. Síðan gengum við um húsið og fengum að koma við í kennslustund sem var að ljúka í íslensku fyrir fólk af erlendu bergi brotið sem starfar í Neskaupstað. Þess má einnig geta að á fundinum voru einnig tveir gestir, þær Eydís Ásbjörnsdóttir og Inga Jóna Óskarsdóttir.