Næsti fundur verður 8. desember
19.11.2008
Næsti fundur í Zetadeild verður haldinn þann 8. desember kl. 18.00 - 20.00 á kaffihúsinu Hjá Marlín á Reyðarfirði.
Við fáum væntanlega góða gesti á fundinn en fram mun fara inntaka nýrra félaga. Fjórar konur ætla að ganga til liðs við
okkur.
Efni fundarins að öðru leyti er hefðbundið, orð til umhugsunar sem Jórunn Sigurbjörnsdóttir flytur og aðalefni fundarins er bókaspjall sem
Ólöf Magna Guðmundsdóttir stýrir.
Boðið verður upp á fiskrétt, nýtt brauð og salat (1500 kr á mann).
Verið nú duglegar að mæta kæru félagar og eiga saman skemmtilega samverustund.
Jarþrúður Ólafsdóttir