Næsti fundur verður laugardaginn 21. mars
05.02.2009
Gleðilegt nýtt ár.
Eftir jólaannríki, taka þorrablótin við hvert af öðru hér á Austurlandi og fyrir þær konur sem standa í nefndarstörfum
er það ærin vinna. Veður eru einnig oft válynd á þessum árstíma og því tóku Zetakonur þá
ákvörðun snemma í haust að leggja ekki í fundi frá því í desember og fram í mars. Veður í janúar var
þó alls ekki sem verst hér á Austurlandi þetta árið. En nú er sem sé blásið til leiks á ný. Við hefjum
undirbúning bæði að okkar eigin fundum og svo landsþinginu sem haldið verður á Hallormsstað í maí. Að mörgu er að hyggja og
nauðsynlegt að allar konur deildarinnar komi að undirbúningi þingsins. Stjórnarfundur er boðaður í Zetadeild föstudaginn 13. febrúar
á Kaffihúsi Hebu.
Deildarfundur verður haldinn laugardaginn 21. mars kl. 11.00 á Neskaupstað. Stefnan er sett á Jósafatssafnið.
Sjáumst hressar,
kær kveðja,
Jarþrúður.