Ný kona bættist í zeta hópinn

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Ólafía Þórunn Stefánsdóttir.
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Ólafía Þórunn Stefánsdóttir.

Zeta konur héldu fyrsta fund sinn í Neskaupstað í haust eftir að ný stjórn tók við. 

Ánægjulegt er síðan að segja frá því að ný kona bættist í hópinn, hún heitir Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri Múlaþings. Athöfnin var falleg og dýrmætt að fá inn góðan liðsfélaga og bjóðum við hana hjartanlega velkomna í hópinn okkar.

Fundurinn var haldinn í Beituskúrnum sem er eins og nafnið gefur til kynna var áður notað sem sjóhús en hefur nú fengið annað hlutverk. Anna Bella Sigurðardóttir staðarhaldari sýndi okkur nýlega uppgerð gömul sjóhús sem eru í dag veitingarstaðurinn Beituskúrinn.  Annað húsið er gamall beituskúr fyrir trillusjómenn. Nemendur í Verkmenntaskólum hafa smíðað tengibyggingu milli húsanna sem í er eldhús aðstaða.  Á veturna er þar opið eftir þörfum og viðburðum í bænum. Á sumrin er líflegt þegar ferðamenn heimsækja bæinn.