Vetrarstarfið 2010-2011
15. september síðastliðinn héldum við stjórnarkonur svo okkar fyrsta fund og ég kveikti í fyrsta skipti á kertunum góðu sem standa fyrir vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Við ræddum ýmislegt sem þið getið lesið í fundargerð sem ritari mun senda ykkur von bráðar. Aðalþema vetrarins er fagvitund í fyrirrúmi, mjög áhugavert og verður einnig aðalþemað hjá öðrum deildum í samtökunum.
Við höfum sett upp skipulag yfir fundi vetrarins þar sem fyrsti fundurinn verður 4. október á Breiðdalsvík, efni hans verður það sama og ákveðið var í vor. Skoðið töfluna hér fyrir neðan.
UMSJÓN MEÐ FUNDUM
Formið er það sama og í fyrra að þið félagskonur fái tækifæri til að koma því á framfæri sem þið getið með því að hafa umsjón með innihaldi funda en að aðalþemað sé fagvitund okkar.
Það er hugmynd okkar að þið félagskonur komið t.d. með tillögu að kynningaraðila á verkefni eða öðru sem eflir fagvitund okkar. Kynningaraðila fynduð þið í röðum kennara eða annars fagfólks sem þið þekkið. Þetta eru hugmyndir okkar sem við vonum að ykkur líki við.
Dags. og fundart. |
Staður |
Umsjónarmenn |
Orð til umhugs. |
Meginefni fundar |
4. október Kl. 18 |
Breiðdalsvík |
Anna Margrét og Helga Hr. |
Steinunn |
Bætt heilsa- betra líf |
9. nóvember Kl. 18 |
Fáskrúðsfjörður |
Líneik, Hildur og Jórunn |
Elín |
Fagvitund |
8. desember Kl. 18 |
Hallormsstaður |
Lára og Rut |
Helga Magnúsar |
Fagvitund - jólafundur |
17. mars Kl. 18 |
Egilsstaðir |
Ólöf, Anna María og Kristín |
Helga Guðmunds |
Fagvitund |
11. apríl Kl. 18 |
Eskifjörður |
Sigga Dís og Halldóra |
Guðlaug |
Fagvitund |
10. maí Kl. 18 |
Stöðvarfjörður |
Guðrún og Þóranna |
Jarþrúður |
Fagvitund |
Það er ein spurning sem alltaf hlítur að brenna á félagskonum. Af hverju að vera í Delta Kappa Gamma? Svar mitt er t.d. það að vegna þess að þetta er vettvangur okkar til að tengjast og að eflast sem konur í kennslu og fræðslu á öðrum vettvangi en á vinnustað og heima hjá okkur. Það stendur misjafnleg á hjá okkur eftir dögum, mánuðum og árum, en mikilvægast er að láta sig ekki vanta of oft á fundi því þá er hætta á að tengslin rofni alveg. Ef einhverjum líður þannig þá er bara að hressa upp á félagsskapinn og koma á fundi.
Ég vona að það komi sér vel hvernig fundirnir raðast.
Bestu Zeta kveðjur,
Hrefna Egilsdóttir
Formaður Zetadeild Austurlandi