Vorfundur 2019, haldinn á Seyðisfirði.
Vorfundur zetadeildar DKG var haldinn 22. maí 2019 í Seyðisfjarðarskóla.
Fundurinn var í umsjá Guðrúnar og Margretar og hófst með hefðbundnum athöfnum. Margret var með orð til umhugsunar og fjallaði um mikilvægi þess að efla borgaravitund í skólastarfi og vitnaði í grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, Ákall og Áskoranir, vegsemd og virðing í skólastarfi.
Að þessu sinni hamlaði veðrið ekki, þó kalt væri og tvær nýjar konur bættust í okkar fámenna en góða hóp. Þær, Ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Unnur Óskarsdóttir gengu formlega í zetadeild DKG. Athöfnin var notaleg og umgjörðin, gamli skólinn á Seyðisfirði, þessi 112 ára gamla bygging sveipaði hana virðulegum blæ.
Að fundi loknum fóru þær Ólafía og Unnur með fundarmenn í skoðunarferð um Seyðisfjarðarskóla. Síðan var gengið út á Sólveigartorg þar sem Unnur leiddi hópinn í stutta yoga-hugleiðslu að því búnu var gengið niður á Norð-Austur þar sem við fengum indælis fiskisúpu.