Vorfundur á Hallormsstað
Fundur í Z-deild DKG haldinn 08.06. 2021 í Hallormsstðaskóla.
Góð mæting var á fundinn og höfðu félagskonur á orði að gott væri að hittast loks eftir alla netfundi vetrarins.
Við heimsóttum Hallormsstaðaskóla og fengum góða kynningu og leiðsögn um skólann. Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormstaðaskóla, sagði okkur frá starfsemi skólans og þeim breytingum sem hafa orðið. Nemendur eru að koma í skólann eftir stúdentspróf, sveinspróf eða aðra sambærilega menntun og er námið við skólann einingabært í háskóla. Eftir hefðbundin fundarstörf og göngu um skólahúsnæðið snæddu félagskonur ljómandi góða súpu og dásamlegt kartöflubrauð með. Síðan var haldið út í sumarfrí.