06.04.2020
Ekki hefur verið hægt að halda fundi í zeta deild það sem af er ársins 2020. Veður stoppaði okkur af í að fara á fund á Egilsstöðum í febrúar og einnig féll niður fundur á Seyðisfirði í mars. Veðrið, þessi vaff orð. Aðalfund átti síðan að halda í apríl lok en dagsetning er óákveðin og ræðst af þeim aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu.
Við í zetadeild sendum góðar kveðjur DKG systra um allt land.
Lesa meira
17.12.2019
Þriðji fundur Zeta deildar var haldinn 3. desember 2019 á Hotel Capitano í Neskaupstað.
Um fundinn sáu þær Brynja Garðarsdóttir, Helga Magnea Steinsson og Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir. Auk þeirra mættu níu aðrar félagskonur.
Lesa meira
17.11.2019
Annar fundur Zetadeildar DKG veturinn 2019 -2020, var haldinn 6. nóvember í Kaffi Sumarlínu á Fáskrúðsfirði.
Skipulag fundar sáu þær Björg Þorvaldsdóttir, Petra Jóhanna Vignisdóttir og Jórunn Sigurbjörnsdóttir um. Á fundinn mættu sjö félagskonur og gestir. Þær; Sigrún Birna Björnsdóttir Fræðslustjóri Alcoa og Svandís Egilsdóttir skólastjóri grunnskóla Seyðisfjarðar.
Lesa meira
06.10.2019
Fyrsti fundur var haldinn á Reyðarfirði þann 26. september og mæting góð eða ellefu konur. Formaður sagði m.a frá því sem var til umræðu á framkvæmdaráðsþingi sem haldið var í Reykjavík þann 14. september.
Lesa meira
02.06.2019
Vorfundur zetadeildar DKG var haldinn 22. maí 2019 í Seyðisfjarðarskóla.
Fundurinn var í umsjá Guðrúnar og Margretar og hófst með hefðbundnum athöfnum. Margret var með orð til umhugsunar og fjallaði um mikilvægi þess að efla borgaravitund í skólastarfi og vitnaði í grein Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, Ákall og Áskoranir, vegsemd og virðing í skólastarfi.
Lesa meira
21.03.2019
Fyrsti fundur ársins haldinn á Eskifirðri 13. mars 2019.
Lesa meira
04.11.2018
Fundur zeta deildar var haldinn í Neskaupstað 23. október. Margumtalað veður var með okkur að þessu sinn. Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar var gestur okkar og fræddi okkur um starfsemina.
Markmið Austurbrúar er að vinna að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu.
Lesa meira
04.11.2018
Fyrsti fundur zeta deildar starfsárið 2018-2019 sem halda átti á Seyðisfirði í byrjun október féll niður. Ekki komust fundarkonur á Seyðisfjörð í það skiptið. Minnugar óveðurs fundarins sem haldinn var á Stöðvarfirði í vor að þá var ákveðið að leggja ekki í Fjarðarheiði þar sem veðurspáin var slæm. Tvær konur ætluðu að ganga í félagið og við vonum að þær komist á fund til okkar fyrr en seinna svo að við fáum fleiri konur í félagið en það er markmið að við verðum ekki færri en 20 í deildinni.
Lesa meira
23.05.2018
Vorþing DKG á Austurlandi
Sköpun, gróska og gleði var yfirskrift vorþings alþjóðlegra samtaka kvenna í fræðslustörfum DKG sem haldið var á Egilsstöðum í byrjun maí. Fyrirlesarar á þinginu voru austfirskar konur í lykilstöðum innan fyrirtækja og stofnana sem tengjast menntun og menningu.
Lesa meira