22.05.2018
Aðalfundur Zetadeildar haldinn í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal 17. maí 2018.
Lesa meira
22.05.2018
Vorþing haldið á Egilsstöðum 5.5. í umsjón Zetadeildar og menntamálanefndar DKG. Þemað var Sköpun, gróska og gleði. Á sjötta tug kvenna sótti þingið.
Lesa meira
04.04.2018
Óveðursfundur, þar kom að því.
Lesa meira
03.03.2018
Inntökufundur var haldinn á Hótelinu á Eskifirði 1. mars þar sem fimm konur gengu til liðs við Zetadeild DKG við hátíðlega athöfn. Þetta var mjög ánægjuleg stund í alla staði og bjóðum við þær innilega velkomnar í félagsskapinn!
Lesa meira
15.12.2017
Starf zeta deildar haustið 2017
Í haust hafa verið haldnir 3 fundir í Zeta deild. Vinnufundur var haldinn á Reyðarfirði í september og vetrarstarfið skipulagt. Ákveðið var að þema vetrarins yrði listir í leik og starfi.
Lesa meira
14.04.2017
Skemmtilegur og fjölbreyttur fundur í umsjón þeirra Bjargar og Jórunnar. Fundurinn hófst í Norðurljósahúsinu á Fáskrúðsfirði.
Lesa meira
28.03.2017
Gestur fundarins var Jón Ingi Sigurbjörnsson og sagði hann okkur frá fornleifauppgreftri á fjallkonunni á Vestdalsheiði.
Lesa meira
30.11.2016
Formaður setti fundinn og Hildur Vala kveikti á kertunum. Helga las upp
markmið félagsins og minnti á vorráðstefnuna á Akureyri í maí. Síðan tóku þær:
Hildur Vala, og Steinunn við fundarstjórn.
Hildur Vala var með
orð til umhugsunar og ræddi um þau vandamál og áhyggjur sem við berum með okkur
og hvað er til ráða. Hún las vers úr Hávamálum sem fjalla um áhyggjur og sjálfsgagnrýni og hve fánýtt það sé að gera sér áhyggjur. Breytum því
sem við getum og höfum ekki áhyggjur af hinu. Don´t worry, be happy. Umræður
sköpuðust um orð Hildar Völu.
Halla Höskuldsdóttir
leikskólastjóri sat fundinn með okkur og eftir að hafa snætt kjúklingasalat
fórum við í heimsókn með Höllu á nýja leikskólann, Eyrarvelli sem tók til starfa
nú í ágúst.
Lesa meira
30.11.2016
Hittumst á
Café Nilsen á Egilsstöðu. Fundurinn var í umsjón þeirra: Helgu Guðmunds, Kristínar
og Ruthar.
Kristín
Hlíðkvist flutti orð til umhugsunar og sagði frá aðdraganda að kvennafrídegi
1975. Hún sagði okkur frá þremur konum í Búðardal, sem tóku þá góðu ákvörðun að
fara til Reykjavíkur og taka þátt í útifundi þar. Rætt var um mikilvægi
samstöðu kvenna og að gera þurfi hana sýnilegri.
Helga minnti
okkur á vorráðstefnuna á Akureyri í byrjun maí og hefur nú þegar verið bókaður sumarbústað
í Kjarnaskógi svo vonandi hafa einhverjar félagskonur tök á að fara norður.
Eftir fundinn
var haldið í Sláturhúsið, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Þar tók Íris
Sævarsdóttir á móti okkur og sagði okkur frá starfseminni og starfi sínu sem
fræðslufulltrúi.
Lesa meira
30.11.2016
Formaður, Helga Steinsson setti fundinn og greindi frá efni
fundarins. Hún fór yfir stofnun samtakanna, tilgang þeirra og markmið.
Helga benti einnig á
mikilvægi þess að félagskonur tækju að sér formannshlutverkið til þess að
kynnast starfinu enn betur.
Orð til umhugsunar flutti
Halldóra Baldursdóttir og sagði hún okkur frá skólasögu Eskifjarðar
í tilefni af 230 ára kaupstaðarafmæli Eskifjarðar sem haldið var upp á nú
í haust.
Eftir fundinn var haldið á Hótel Eskifjörð og snædd kjúklingasúpa. Síðan var haldið heim í köldu og fallegu haustveðri með dansandi norðurljósum.
Lesa meira