26.10.2012
Ný stjórn er tekin við í deildinni. Hana skipa Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir formaður, Sigríður Herdís Pálsdóttir
varaformaður, Hildur Magnúsdóttir ritari, Elín Jónsdóttir var tilnefnd sem gjaldkeri en flutti óvænt af svæðinu í byrjun
október og fyrrverandi gjaldkeri Anna Margrét Birgisdóttir gaf kost á sér áfram. Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir formaður er einnig í
laganefnd DKG þetta kjörtímabilið.
Lesa meira
09.05.2011
Kæru félagskonur
Síðasti fundur vetrarins verður haldinn á Kaffi Steini á Stöðvarfirði, kl. 18:00 þann 10. maí.
Lesa meira
14.03.2011
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 17. mars klukkan 18:00 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.
Lesa meira
23.02.2011
Viljum minna á næsta fund okkar sem verður haldinn á Egilsstöðum 17. mars nk. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
04.10.2010
Sælar góðu systur í Zetadeild
Starf í deildinni hófst þetta haustið með landssambandsfundi DKG sem haldinn var í Hafnarfirði 4. september. Þar var ég leidd í
sannleikann um mikilvægi þess að lykilkonur í fræðslustörfum fái tækifæri til að hittast og deila sameiginlegum áhuga, reynslu og
metnaði sem fylgir því að vinna að fræðslu ýmiskonar.
Lesa meira
14.05.2010
Dagskrá Neskaupstað 17. maí 2010 kl. 18:00 (þjóðhátíðardagur Norðmanna).
1. Hittumst við snjóflóðavarnargarðinn fyrir ofan Neskaupstað. Best að aka efri götuna inn í
bæinn örlítið fram hjá Verkmenntaskólanum þar er skilti sem vísar á garðana og tjaldstæðið.
Lesa meira
01.05.2010
Síðasti fundur Zetadeildar í vetur verður haldinn þann 17. maí n.k. kl. 18.00 í Neskaupstað. Nánari staðsetning verður
send út er nær dregur fundinum. Á fundinum fer fram innsetning nýrrar stjórnar.
Vonast til að sem flestar Zetakonur mæti á fundinn.
Forseti.
Lesa meira
20.04.2010
Næsti fundur Zetadeildar verðu haldinn á Stöðvarfirði mánudaginn 26. apríl kl. 18.00.
Fundarstaður er Stöðarfjarðarkirka.
Lesa meira
03.12.2009
Jólafundur í Zetadeild verður haldinn í Skólamiðstöðinni
Fáskrúðsfirði (Grunnskólanum) mánudaginn 7. desember kl. 18.00.
Á dagskrá er meðal annars:
Hildur Magnúsdóttir flytur orð til umhugsunar.
Inntaka nýrrar félagskonu.
Borin verður fram Fiskisúpa og brauð frá Cafe Sumarínu verð kr. 1.150
kr.
Skólamiðstöðin verður skoðuð og svo fáum við fræðslu í
máli og myndum um Franska bæinn Fáskrúðsfjörð.
Sjáumst sem flestar og eigum notalega stund saman á aðventunni.
Lesa meira
08.11.2009
Næsti fundur í Zetadeild verður haldinn í Randolfshúsi á Eskifirði mánudaginn 9. nóvember kl. 18.00.
Á fundinum verður inntaka nýrra félaga á dagskrá, Helga Guðmundsdóttir flytur orð til umhugsunar og húsráðendur
ferðaþjónustunnar á Mjóeyri sjá um veitingar og fræða okkur um húsið og ferðaþjónustuna.
Á matseðlinum er hákarl, harðfiskur og fiskisúpa. Verð er um 2000 krónur.
Klæðið ykkur í hlýjan fatnað konur góðar.
Lesa meira