01.11.2014
Fimmtudaginn 6. nóv. verður annar fundur vetrarins haldinn á kaffihúsinu Bókakaffi í
Fellabæ.
Dagskrá:
1. Fundur settur kl 18:00.
2. Orð til umhugsunar. (Hrefna)
3. Frásögn af aðalfundi DKG í Reykjavík. (Sigga Dís)
4. Matur: Matarmikil súpa, heimabakað brauð, kaffi og
döðlukrútt. (kr. 1800)
5. 19:00 Farið á Héraðsskjalasafn Austurlands á
ljósmyndasýningu.
Leiðsögn um sýninguna Austfirskir
kvenljósmyndarar. Sýningin fjallar um ævi og störf fjórtán kvenna sem lærðu ljósmyndun og
störfuðu á ljósmyndastofum á Austurlandi árin 1871-1944.
6. Haldið heim á leið....... í myrkrinu.........
Lesa meira
02.09.2014
Stjórnin er búin að setja saman dagskrá vetrarins og fyrsti fundurinn verður
haldinn á Neskaupsstað þriðjudaginn 23. september kl. 18:00. Dagskráin verður kynnt síðar.
Lesa meira
07.05.2014
Fundurinn verður haldinn í sumarhúsinu Lundi í Úlfsstaðaskógi þann 18. mai kl 11:00-14:00. Þar sem þetta er aðalfundur
verður m.a. stjórnarkosning, orð til umhugsunar o.fl. áhugavert. Einnig er boðin þátttaka á námskeið sem nefnist stjörnuoddar
og leiðbeinandi er Sigrún Jóhannesdóttir. Boðið verður upp á fiskisúpu og brauð.
Lesa meira
01.04.2014
Ákveðið hefur verið að fresta fundinum sem vera átti 7. apríl fram yfir páska. Ákvörðun um nýjan fundardag verður ekki tekin
fyrr en eftir páskana.
Lesa meira
24.02.2014
Björg Þorvaldsdóttir frá Neskaupsstað verður með kynningu á meistaraverkefni sínu í sérkennslufræðum.
Lesa meira
28.11.2013
Jólafundurinn átti að vera í Neskaupsstað.
Líklegast er að fundurinn verði haldinn í janúar þegar ró hefur færst yfir skólastarfið á ný. Félagskonur
biðu átekta um að spáin um minnkandi vindstyrk myndi rætast þegar liði á daginn en því miður þá hélt
áfram að blása hressilega. Umgjörð fundarins var aðventan og átti hann að vera í Safnahúsinu í Neskaupsstað við
Egilsbúð.
Félagskonur fá sendan tölvupóst síðar með nánari upplýsingum um næsta fund.
Lesa meira
23.09.2013
Nýverið hittust stjórnarkonur deildarinnar og skipulögðu veturinn. Áherslur vetrarins verða svipaðar og síðastliðinn vetur. Að
fundirnir verði fræðandi og uppbyggilegir fyrir félagskonur og örvi þær til dáða á starfsvettvangi.
Konum er raðað saman í litla hópa til að undirbúa fundina. Þetta samstarf hefur komið sér mjög vel og margt áhugavert
verið gert.
Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Breiðdal þriðjudaginn 15. október og hefst hann kl 18:00.
Lesa meira
04.05.2013
Félagskonur ættu endilega að skella sér á landssambandsþing 4. og
5. maí. Það er alltaf gaman að hitta aðrar konur í sömu störfum. Dagskráin er mjög áhugaverð.
Lesa meira
05.02.2013
Fundurinn byrjar í frystihúsinu þar sem sagt
verður frá starfseminni. Síðan verður farið á Söxu þar sem haldið verður áfram með dagskrána. Steinunn Lilja
Aðalsteinsdóttir verður m.a. með orð til umhugsunar og nýr félagi tekinn inn. Léttar veitingar verða í boði.
Lesa meira
13.11.2012
og stendur til 20.00. Staðsetning fundarins verður á Gistiheimilinu Egilsstöðum. Þar munum við meðal annars
fá kynningu á jóga, Ruth Magnúsdóttir verður með orð til umhugsunar og formaður landsambandsins kemur í heimsókn.
Léttar veitingar verða til sölu.
Lesa meira