19.09.2008
Nú hefur verið ákveðin dagsetning fyrir sameiginlegan fund Zetadeildar og Betadeildar. Við munum hittast á Hótel Seli í Mývatnssveit 4.
október kl. 12.00 þar sem við stefnum að því að eiga saman ánægjulega samverustund og kynnast hver annarri. Stefnt er að því
snæða saman léttan hádegisverð, fara í létta gönguferð og skoða saman fuglasafnið.
Lesa meira
19.09.2008
Næsti fundur Zetadeildar verður haldinn á Kaffi Margrét á Breiðdalsvík mánudaginn 22. september kl. 18.00.
Við munum snæða saman léttan málsverð á kaffihúsinu, heimsækja síðan Jarðfræðisetrið í Gamla
kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík en það er byggt á starfi George Walker sem rannsakaði og kortlagði austfirsk jarðlög á
árunum 1954-1965.
Einnig munum við skoða Grunnskólann á Breiðdalsvík.
Anna Margrét Birgisdóttir flytur orð til umhugsunar.
Lesa meira
25.08.2008
Kæru Zeta systur.
Nú er kominn tími til að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi. Fyrsti fundur Zeta deildar verður haldinn á Gistiheimilinu Egilsstöðum kl.
18.00 mánudaginn 1. september. Dagskrá fundar verður send félögum í tölvupósti.
Stjórnin hefur fundað og skipt með sér störfum og er þannig skipuð í dag:
Jarþrúður Ólafsdóttir formaður, Helga Magnúsdóttir varaformaður, Jórunn Sigurbjörnsdóttir ritari, Björg
Þorvaldsdóttir meðstjórnandi, Ólöf Magna Guðmundsdóttir gjaldkeri og Helga Guðmundsdóttir lögsögumaður.
Kæru vinkonur, við hlökkum gífurlega mikið til að hitta ykkur allar hressar og kátar í næstu viku.
Kærar kveðjur,
Jarþrúður.
Lesa meira
15.02.2008
Nú þegar myrkrið víkur smám saman fyrir hækkandi sól hlýtur að vera tímabært að setja inn frétt um vetrarstarfið
okkar í Zeta-deild!
Lesa meira
19.05.2007
Eins og kunnugt er var haldið veglegt afmælisþing í Reykholti fyrstu helgina í maí í tilefni 30 ára afmælis Delta Kappa Gamma á
Íslandi. Þingið sem um 85 konur sóttu, var einstaklega vel heppnað í alla staði, dagskrá bæði spennandi og skemmtileg og þingsetan
verður því þátttakendum mikil hvatning í áframhaldandi starfi í deildunum.
Lesa meira
18.05.2007
Nú skjótum við heimasíðu Zeta deildar í loftið og gerum hana að virkum miðli í félagsstarfi deildarinnar. Eygló
Björnsdóttir úr Beta deild verður seint fullþökkuð hennar vinna, bæði við gerð heimasíðu samtakanna og að gera okkur öllum
kleift að eiga síður fyrir deildarstarfið, en ekki síst aðstoðina við að koma okkur af stað við að nota síður deildanna.
Lesa meira