Annáll Þetadeildar 1998–2016
2016
17/10 2016 Félagsfundur haldinn í Krossmóum - 20 félagar mættir
Bjarnfríður var með orð til umhugsunar og rifjaði upp minningamyndir frá skólagöngu sinni í Barnaskóla Keflavíkur. Það mikilvægasta sem kennari getur gefið er hrós, hvatning og leiðbeining og gott er fyrir okkur að rifja upp skólagöngu okkar og muna það jákvæða úr henni þegar við hugsum um okkar kennslu. Þórdís Þormóðsdottir og Sveindís Valdimarsdóttir kynntu sig, sögðu frá fjölskylduhögum, menntun og starfi. Einnig kynnti Sveindís fyrir okkur starf Miðstöð simenntunar á Suðurnesjum og var það mjög fróðlegt. Haldinn var kliðfundur þar sem félagskonur voru paraðar tvær saman og fengu nokkrar mínútur til að svara spurningunum hvar er ég fædd og uppaldin, menntun og starf, einnig söguna á bak við nafnið mitt og svo í lokin hver er minn leyndi hæfileiki. Kosið var um 10 nýjar félagskonur.
19/9 2016 Félagsfundur haldinn í Krossmóum - 20 félagar mættir
Inga María Ingvarsdóttir var með orð til umhugsunar og fjallaði um jafnvægið milli vinnu og einkalífs og líf miðaldra fólks og að það væri ekkert því til fyrirstöðu að starta nýjum starfsferli á efri árum. Hópavinna þar sem rætt var hvað við viljum sjá á dagskrá fundann í vetur og afhverju konur eru ekki að mæta. Rætt um inntöku nýrra félaga. Formaður var með fréttir frá Landssambandinu.
18/4 2016 Aðal- og félagsfundur haldinn í Hannesarholti - 16 félagar mættir
Sigurlína Jónasdóttir var með orð til umhugsunar og gerði ábyrgð okkar á internetinu að umtalsefni sínu. Hvað börn þurfa að bera á sér varðandi internetið og það sem þangað fer er þar um ókomna tíð. Það var mun einfaldara að vera barn hér áður fyrr. Venjuleg aðalfundarstörf. Valgerður Guðmundsdóttir tilnefnd fundarstjóri og Kristín Helgadóttir ritari. Ný stjórn kosin: Gerður Pétursdóttir formaður, Árdís Jónsdóttir, Sigurlína Jónasdóttir, Bjarnfríður Jónsdóttir. Stjórn valdi Kristínu Helgadóttur sem gjaldkera.
14/3 2016 Félagsfundur í VS salnum - 17 félagar mættir
Lára Guðmundsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um kennarann, umfjöllun fjölmiðla um skólastarf og mikilvægi þess að standa vörð um starfið og styðja kennara. Kristín Helgadóttir sagði frá læsisverkefni í leikskólanum Holti sem hlotið hefur Evrópuverðlaun í E-twinning samstarfi og Guðbjörg Sveinsdóttir sagði frá lestrarverkefnum og skimunarprófum í Grunnskóla Grindavíkur.
22/2 2016 Félagsfundur í Ráðhúskaffi - 18 félagar mættir.
Oddný Harðardóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um sjálfbær markmið Sameinuðu þjóðanna. Eygló Björnsdóttir, landssambandsforseti ávarpaði fundarmenn og Anh-Dao flutti fyrirlestur um doktorsritgerð sína um nemendur í framhaldsskólum af víetnömskum uppruna.
18/1 2916 Bókafundur haldinn í Bíósal Duushúsa - 25 félagar mættir.
Guðríður Helgadóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um ömmuhlutverkið og sagði skemmtilegar sögur af samvistum sínum við barnabörnin. Gestur fundarins var Þórdís Gísladóttir, rithöfundur. Hún las úr verkum sínum og sagði frá ævi sinni og stöfum. Nýr félagi mætti á sinn fyrsta fund, Sigurlína Jónasdóttir, sem starfað hefur í Iotadeild og kemur frá Ísafirði.
2015
30/11 2015 Jólafundur á KEF veitingahúsi - 15 félagar mættir.
Sigurbjörg Róbertsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá áhugaverðu námskeiði sem hún sótti nýlega um samskipti. Blokkflaututríó frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kom fram, Helga Aðalheiður Jónsdóttir kennari, Guðlaugur Ari Grétarsson og Sandra Óskarsdóttir. Girnilegir smáréttir að hætti hússins voru gómsætir að vanda.
19/10 2015 Félagsfundur í Stóru-Vogaskóla - 16 félagar mættir.
Formaður setti fund og kveikti á kertunum þremur. Ásgerður Þorgeirsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um tímann og tínmaleysi og þörfina á að forgangsraða verkefnum. Svava Bogadóttir sagði frá skólastarfi í Stóru-Vogaskóla og sýndi okkur húsnæði skólans. Gómsæt súpa og brauð í boði frá "hjá höllu"
28/9 2015 Félagsfundur í Duushúsum - 16 félagar mættir.
Formaður setti fund og kveiti á kertunum þremur. Elín R. Ólafsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá mastersritgerð sinni. Sigrún Ásta sagði frá Mörtu Valgerði Jónsdóttur og skrifum hennar um Keflavík og Keflvíkinga. Snittur í boði frá "hjá höllu".
23/3 2015 Félagsfundur í Þekkingarsetrinu í Sandgerði - 19 félagar mættir
Formaður setti fund og kveiti á kertunum þremur. Ingibjörg Hilmarsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um mæður og mæðradaginn. Hanna María Kristjánsdóttir kynnti starfsemina í Þekkingarsetrinu og sýndi aðstöðuna ásamt Halldóri Pálmari Halldórssyni. Sjávarréttasúpa í boði á Vitanum.
23/2 2015 Félagsfundur í Grunnskóla Grindavíkur - 19 félagar mættir
Formaður setti fund og kveikti á kertunum þremur. Árdís Hrönn Jónsdóttir var með orð til umhugsunar og gerði að umtalsefni sínu tækni og þann hraða sem orðið hefur í þróun á tækniöld. Guðbjörg og Halldóra kynntu aðstöðu og stafsemina í Grunnskóla Grindavíkur.
26/1 2015 Bókafundur haldinn í Duushúsum - 19 félagar mættir
Formaður setti fund og kveikti á kertunum þremur. Ása Einarsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og hvernig konur hafa komið að mörgum hlutum í samfélaginu eins og byggingu sjúkrahúsa. Hefðbundinn bókafundur í baðstofustemningu á Sagnalofti Bryggjuhússins.
2014
24/11 2014 Jóla- og inntökufundur á KEF veitingahúsi - 25 félagar mættir.
Gerður Pétursdóttir flutti orð ti umhugsunar og ræddi um góðæri, efnahagshrun og hvað valið sem maður hefur á að taka fréttir inn á sálina.
4 nýir félagar teknir formlega inn í deildina, þær Halldóra Magnúsdóttir, Hanna María Kristjánsdóttir, Sigurbjörg Róbertsdóttir og Svava Bogadóttir. Díana Monzon og Högni Þorsteinsson fluttu þrjú jólalög. Kvöldið endaði með glæsilegu smáréttahlaðborði KEF veitingahússins.
27/10 2014 Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju - 24 félagar mættir
Formaður setti fund og kveikti á kertunum þremur. Þórunn Svava Róbertsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá viðburðaríkum degi í lífi sínu. Sr. Erla Guðmundsdóttir kynnti starf sitt sem kvenprestur í Keflavíkursókn. Rétturinn gaf súpu og félagskonur greiddu samsvarandi upphæð í Velferðarsjóð Suðurnesja.
24/9 2014 Duushús - 22 félagar mættir
Formaður kveikti á kertunum þremur, Guðbjörg Sveinsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um vanann "að vera fastur í viðjum vanans". Valgerður kynnti safnfræðslu Listasafns og Sigrún Ásta safnfræðslu Byggðasafns.
28/4 2014 Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
Aðalfundur og inntökufundur
24/2 2014 Tjarnargata 12 - 23 félagar mættir.
Gyða kveikti á kertunum þremur, Sigríður Danivalsd. flutti orð til umhugsunar og ræddi um mat framtíðarinnar á störfum okkar. Sigrún Jóhannesdóttir hélt námskeið um eflingu félagsstarfsins.
27/1 2014 Bókafundur haldinn heima hjá Elínu Rut - 29 félagar mættir.
Elín kveikti á kertunum þremur, Þórunn Friðriksd. flutti orð til umhugsunar og ræddi styttingu framhaldskóla í 3 ár. Jón Kalman Stefánsson,rithöfundur, lag úr nýju bókinnisinni: -Fiskarnir hafa enga fætur- og sagði frá ferli sínum sem rithöfundi.
2013
25/11 2013 Jóla- og afmælisfundur í Stapanumn - 20 félagar mættir ásamt 1 gesti frá Alfadeild
Sigrún Klara sem færði deildinnigjöf ítilefni afmælins.
Hulda Björk kveikti á kertunum þremur, Guðjónína Sæmundsd. flutti orð til umhugsunar og ræddi um heimanám grunnskólabarna. Bryndís Einarsdóttir kynnti Brynballet og tveir nemendur hennar sýndu dans.
28/10 2013 Kaffitár - 15 félagar mættir.
Formaður kveikti á kertunum þremur, Brynja Aðalbergsdóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um orð um konur í íslensku máli. Aðalheiður Héðinsdóttir kynnti fyrirtæki sitt og hvernig væri að reka fyrirtæki á Íslandi í dag.
30/9 2013 Icelandar Hótel - 18 félagar mættir.
Formaður kveikti á kertunum þremur, Þórdís Þormóðsd. flutti orð til umhugsunar og ræddi um veðráttuna.
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, sagði frá verkefninu sínu -Leikum og lærum með hljóðin-.
25/2 2013 Duus-hús - 18 félagar mættir.
Formaður kveikti á kertunum þremur, Bjarnfríður flutti orð til umhugsunar og ræddi letrarkennslu og læsi.
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri, flutti erindi um hælisleitendur og þjónustusamning Reykjanesbæjar við ríkið um málaflokkinn.
23/1 2013 Heiðarból 7 - 11 félagar mættir.
Inga María Ingvarsdóttir kveikti á kertunum þremur, Sigrún Ásta Jónsdóttir flutti orð til umhugsunar. Bókaspjall um athyglisverðar bækur, gamlar og nýjar, sem félagar höfðu lesið nýverið.
2012
26/1 2012 Bókafundur heima hjá formanni - 13 félagar mættir.
Bryndís Guðm. kveiti á kertunum, Inga María las fundargerð síðasta fundar. Félagar sögðu frá athyglisverðum bókum sem þær höfðu nýverið lesið.
27/2 2012 Duus-hús - 18 félagar mættir
Brynja Aðalbergsd. kveikti á kertunum, Fanney D. Halldórsdóttir flutti orð til umhugsunar, Inga Þórey Jóhannsdóttir flutti erindi um listalæsi og Guðlaug María Lewis kynnti sýningu Aðalheiðar Eysteinsdóttur í Listasalnum.
28/3 2012 Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - 15 félagar mættir.
Hulda Björk Þorkelsdóttir kveikti á kertunum þremur, Þorbjörg Garðarsdóttir flutti orð til umhugsunar, Helga Rut Guðmundsdóttir flutti erindi um tónlistarlæsi og Léttsveit Tónlistarskólann lék nokkur lög. Aðalfundur var jafnframt haldinn og ný stjórn kosin. Inga María Ingvarsdóttir var kosin formaður og með henni í stjórn Elín Rut Ólafsdóttir, Gyða Arnmundsdóttir og Kristín Helgadóttir.
26/4 2012 Reykjavík - 15 félagar mættir.
Farið í bókmenntagöngu með Úlfhildi Dagsdóttur um miðborg Reykjavíkur. Síðan var snæddur kvöldverður á veitingahúsinu Caruso.
3/10 2012 Bókasafn Reykjanesbæjar - 15 félagar mættir.
Gestir fundarins voru Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti landssambandsins, og Sigrún Klara Hannesdóttir. Gyða Arnmundsdóttir kveikti á kertunum þremur, Sigríður Bílddal með orð til umhugsunar og Guðbjörg M. Sveinsdóttir sagði frá alþjóðaráðstefnu DKG sem haldin var í New York í sumar, en hún og Inga María sóttu hana ásamt fleiri systrum frá Íslandi.
1/11 29012 Duus hús - heimsókn frá Alfadeild - ?? félagar og ?? gestir mættir.
Sýningar í Duushúsum skoðaðar undir leiðsögn Valgerðar og Sigrúnar Ástu. Árni Inga Pálsdóttir kveikti á kertunum þremur og Fanney Gunnarsdóttir flutti orð til umhugsunar, báðar úr Alfadeild.
27/11 2012 Heiðarból 7 - 21 félagi mættur.
Elín Rut Ólafsdóttir kveikti á kertunum þremur, Ása Einarsdóttir flutti orð til umhugsunar, tveir drengir úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Elmar Thorsten og Sigmar Friðriksson, fluttu tvö jólalög á harmoníkkur. Brynja Aðalbergsdóttir sagði frá mastersritgerð sinni "Viltu biðja jólasveininn að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" Jólakræsingar á borðum að venju.
2011
31/1 2011 - Bókasafn Reykjanesbæjar - 18 félagar mættir.
Hefðbundinn bókafundur. Guðríður flutti orð til umhugsunar og sagði frá eigin viðhorfsbreytingu til bæjarins okkar.
28/2 2011 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja - ?? félagar mættir.
Þórunn með orð til umhugsunar. Hún hvatti félaga til að versla heima til að tryggja atvinnu fyrir verlsunarfólkið. Einnig benti hún á að ekki væri mikið um kvennastörf í þeim hugmyndum um atvinnurekstur sem væri rætt um á svæðinu. Gestur kvöldsins, Jórunn Tómasdóttir forfallaðist á síðustu stundu en Elín Rut Ólafsdóttir flutti erindi hennar sem fjallaði um nýjungar í íslenskukennslu.
29/3 2011 - Alþingishúsið við Austurvöll - 16 félagar mættir.
Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, formaður fjárlaganefndar og Þetasystir, tók á móti okkur í húsakynnum Alþingis. Við fengum yfirlit yfir sögu hússins og Oddný sagði okkur frá störfum sínum sem þingmaður og formaður fjárlaganefndar.
26/10 2011 - Bókasafn Reykjanesbæjar - 18 félagar mættir.
Kristín Helgadóttir með orð til umhugsunar og lagi út af ljóððinu Börn hafa 100 tungumál.
Hulda Björk flutti erindi um bókasafnið og hlutverk þess í lestri/læsi.
2/12 2011 Jólafundur í Þjóðmkenningarhúsinu með Alfa- og Etadeild. 15 félagar mættir.
Alfadeild bauð til sameiginlegs jólafundar. Vigdís Finnbogadóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um orð og mikilvægi þeirra. Herdís Egilsdóttir kynnti nýútkomna bók sina Sólarmegin. Síðan var snæddur jólamatur, hangikjöt með tilheyrandi meðlæti.
2010
28/11 2010 - Jól- og inntökufundur heima hjá Guðbjörgu Sveinsdóttur - 19 félagar mætti og 2 gestir.
Gyða Arnmundsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá Steingrími Arasyni og lífsstarfi hans, las eftir hann ljóð og hugvekju. Inntaka fjögurra nýrra félaga, Ásu, Brynju, Geirþrúðar og Þorbjargar, undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur, landssambandsforseta. Hertha W. Jónsdóttir flutti aðalerindi kvöldsins og ræddi um nauðsyn þess að leggja rækt við sjálfa sig andlega ekki síður en líkamlega. Tríóið Konfekt flutti nokkur jólalög og eins og hefð er fyrir á jólafundum þá var boðið upp á veglegt jólahlaðborð.
12/1 2010 - Bókafundur heima hjá Valgerði Guðmundsdóttur - 18 félagar mættir.
Inga María Ingvarsdóttir flutti orð til umhugsunar og sagði frá þróunarverkefni um lestur og orðaforða á leikskólanum Tjarnarseli. Hefðbundinn bókafundur þar sem systur sögðu frá góðum bókum sem þær höfðu legið nýverið.
10/3 2010 - Bókasafn Reykjanesbæjar - 14 félagar mættir og 10 gestir, þar af 9 Kappasystur.
Anna Borg frá Kappadeild flutti orð til umhugsunar og ræddi um nauðsyn þess að stunda líkamsrækt og ábyrgð okkar á að komandi skynslóð tileinki sér þann sið. Fyrirlesari kvöldsins var Jónína Benediktsdóttir og sagði hún frá fyrirtæki sínu á Ásbrú sem býður upp á detox meðferð og í hverju hun er fólgin.
27/5 2010 - Víkingaheimar og Stekkjarkot - 21 félagi mættur.
Valgerður Guðmundsdóttir las tvö ljóð um sumarið eftir Þór Stefánsson í stað hefðbundinna orða til umhugsunar. Sigrún Ásta sagði frá víkingaskipinu Íslendingi og sýningu Byggðasafnsins um fornmiðjarannsóknina í Höfnum í Víkingaheimum. Í Stekkjarkoti tók við aðalfundur deildarinnar. Reikningar deildarinnar voru samþykktir ásamt 10.000 árgjaldi. Ný stjórn var kosin til næstu tveggja ára, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, formaður, Bryndís Guðmundsdóttir, Brynja Aðalbergsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir.
29/09 2010 - Leikskólinn Vesturberg - 13 félagar mættir auk eins gests.
Sóley Halla flutti orð til umhugsunar og vitnaði í spekinga á borð við Guðmund Finnbogason. Hún sýndi einnig einkunnabók frá 19. öld þar sem daglegt námsmat hefur verið viðhaft. Árdís Jónsdóttir, leikskólakennari, flutti fyrilestur um aðferðafræði sem hún nefnid Orðaspjall og þróunarverkefni sem hún stýrir á Tjarnarseli og nefndist Bók í hönd og þér halda engin bönd. Brynja Aðalbergsdóttir, leikskólasjóri á Vesturbergi, sagði frá starfseminni í leikskólanum og sýndi nýtt glæsilegt húsnæði hans. Dillons-kakan sló í gegn með kaffinu og uppskrift má finna í fundagerð fundarins.
28/10 2010 - Holtaskóli - 18 félagar mættir auk eins gests.
Tveir nýir félagar teknir inn í deildina, þær Fanney Halldórsdóttir og Kristín Helgadóttir. Guðbjörg Ingimundardóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um ágæti þess að knúsa og faðmast. Guðrbjörg Þórisdóttir, lestrarfræðingur í Holtaskóla, flutti fyrirlestur kvöldsins og sagði frá nýbreytni í lestrarnámi í Holtaskóla.
30/11 2010 - heima hjá ritar - 18 félagar mættir auk þriggja gesta.
Formaður flutti orð til umhugsunar og ræddi um jólaundirbúning og flutti tvö ljóð tengd honum.
Brynja Aðalbergsdóttir las jólasögu um Snuðru og Tuðru. Mæðgunar Marta Alda og Alexandra Pitak fluttu tvö jólalög og spiluðu undir fjöldasöng sem Karen Sturlaugsson stjórnaði. Gestur kvöldsins var Bryndís Jóna Mangúsdóttir, kennari og rithöfundur. Hún sagði frá ferli sínum sem rithöfundur og nýjustu bók sinni Stelpurokk sem kemur út á næstunni.
2009
13/1 2009 - Bókafundur - Borgarvegur 8 - 12 mættar auk eins gests.
Hulda Björk Þorkelsdóttir með orð til umhugsunar og ræddi um bókasöfn, bækur, lestur og lesskilning.
Þema fundarins var bókmenntir. Félagskonur kynntu áhugaverðar bækur sem þær höfðu lesið nýverið.
Gestur fundarins var Geirþrúður F. Bogadóttir.
18/3 2009 - Duus-hús - 12 mættar auk þriggja gesta
Lára Guðmundsdóttir með orð til umhugsunar og ræddi um réttindi og skyldur og ábyrgð sem þeim fylgja. Þema fundarins var sagan. Sigrún Ásta og Björn G. Björnsson, sýningahönnuður, kynntu sýningu Byggðasafnsins sem verið er að setja upp í Gryfjunni og hlotið hefur nafnið Völlurinn. Sýninin er um áhrif bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á mannlífið á Suðurnesjum og störf íbúanna á Vellinum. Gestir fundarins voru Brynja Aðalbergsdóttir og Kristín Helgadóttir auk Björns.
16/4 2009 - Reykjavíkurferð í leikhús - 9 mættar auk þriggja gesta.
Þema fundarins var leiklist. Hefðbundinni dagskrá var sleppt í þetta sinn en farið var á leiksýninguna Þrettándageðin eftir William Shakespeare í Þjóðleikhúsinu og út að borða á Hótel 101.
Gestir voru Margrét S. Björnsdóttir, Bryndís Hjálmarsdóttir og Guðjón Sigurðsson.
27/10 2009 - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - 19 félagar mættir og einn gestur.
Laufey Gísladóttir flutti orð til umhugsunar og ræddi um líkamsrækt, gildi hennar og hvernig hún gerði hana að lífstíl. Sveindís og Anna Lóa sögðu frá starfi MSS og sýndu nýtt húsnæði. Síðan bauð deildin félagskonum á fyrirlestur Matta Ósvaldar Stefánssonar: Hvað er þetta með aukakílóin.
2008
9/1 2008 - heima hjá Guðríði - 18 mættar.
Sveindís með orð til umhugsunar - fjölmenning, kynslóðamunur, las ljóð eftir ömmu sína. Jólabækurnar. Gestir: væntanlegir nýir félagar, þær Bryndís, Guðjónína og Gyða
14/2 2008 - Bíósalur Duushúsa - 13 mættar.
Lára með orð til umhugsunar - barnabókin The North Star eftir Peter H. Reynolds. Gestur: Anna Dóra Baldursdóttir, landssambandsforseti DKG, sem vígði nýja félaga og sagði frá starfsemi landsamtakanna. Nýir félagar: Bryndís B. Guðmundsdóttir, Guðjónína Sæmundsdóttir, Gyða Arnmundsdóttir. Þorbjörg Garðarsdóttir verður vígð seinna.
12/3 2008 - Njarðvíkurskóli - 13 mættar.
Sóley Halla með orð til umhugsunar - Lýðmenntun, vitnaði í Guðmund Finnbogason. Gestur: Kristín E. Viðarsdóttir með framsögu Hefur fræðsla á hrif á viðhorf til samkynhneigðra?
21/5 2008 Skólavörðuholtið í Reykjavík 14 mættar.
Menningarganga með Birnu Þórðardóttur. Aðalfundur á Caruso. Stjórnarskipti.
6/10 2008 - Duus-hús - 10 mættar auk 2ja gesta.
Sigrún Ásta með orð til umhugsunar og ræddi um menning, listir og fræðslu. Gestur: Ilmur Stefánsdóttir sem leiddi fundargesti í gegn um sýningu sína í listasalnum. Ása Einarsdóttir var mætt til að kynnast starfi deildarinnar.
26/11 2008 - 10 ára afmæli deildarinnar - Faxabraut 62 - 20 mættar auk fimm gesta.
Bryndís Guðmundsd. með orð til umhugsunar og ræddi um menntun, spekileka, uppeldi í kreppunni og las sögu eftir krabbameinssjúkan dreng. Þema fundarins var tónlist, Karen Stulaugsson aðalræðumaður kvöldsins, gestur hennar var Sóley Bjarnadóttir, sem lék á píanó. Ása Einarsdóttir og Geirþrúður Bogdóttir mættar til að kynnast starfi deildarinnar. Gestir frá landssambandsstjórn voru Guðný Helgadóttir og Ingibjörg Einarsdóttir.
2007
16/10 2007 - Njarðvíkurskóli
Steinunn með orð til umhugsunar - saga Þetadeildar í þuluformi. Oddný með framsögu um kosningabaráttuna og fyrstu mánuðina í bæjarstjóraembættinu.
21/11 2006 Sólsetrið á Hótel Keflavík - 14 mættar.
Laufey með orð til umhugsunar - mæðrablessun, innflytjendur og nýir siðir, jólaaðventan. Gestur: Ægir Sigurðsson - jarðfræði Suðurnesja
18/1 2007 - heima hjá Láru - 12 mættar.
Hulda Björk með orð til umhugsunar - námsval: bókasafnsfræði, grein i Skírni um áhrif fréttaflutnings á veruleikaskyn barna, mynd af samfélaginu í barnabókum. Jólabækurnar
27/2 2007 - Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum - 13 mættar.
Elín Rut með orð til umhugsunar - ljóð eftir Kristrúnu Guðmundsdóttur. Gestgjafar: Guðjónína og Anna Lóa kynntu starfsemi MSS. Gestur: Þorbjörg Garðarsdóttir
14/10 2007 - Keilir - 13 mættar.
Sigríður Bílddal með orð til umhugsunar - starfssvið starfs- og námsráðgjafa. Gestgjafi: Hjálmar Árnason kynnti starfsemi Keilis
27/11 2007 - Salhúsið í Grindavík - 13 mættar.
Hildur með orð til umhugsunar. Gestur Gyða Arnmundsd. kynnti Logos, nýtt lestrargreiningartæki
2006
4/2 2006 - hádegisfundur heima hjá Sóleyju Höllu - 12 mættar.
Guðbjörg Sveinsd. með orð til umhugsunar - foreldrahlutverkið, unglingamenning og hegðun og virðing unglinga gagnvart foreldrum. Las grein eftir Jón Gnarr um málið. Jólabækurnar.
6/3 2006 - Akurskóli - 10 mættar
Sveindís með orð til umhugsunar, las ljóð eftir Ingibjörgu Haralds, ræddi heilsu og hollt matarræði. Jónina Ágústsdóttir kynnti starfsemi skólans og sýndi húsnæðið
25/4 2006 - A. Hansen í Hafnarfirði - 20 mættar.
Skoðunarferð á Bessastaði. Aðalfundur, stjórnarskipti.
2005
11/1 2005 - heima hjá Sóleyju Höllu - 13 konur mættar.
Valgerður með orð til umhugsunar - lestur og hvernig ólíkar hugsanir bærðust með fólki við lestur. Jólabækurnar
10/2 2005 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja - 12 mættar
Auður með orð til umhugsunar - menntun. Oddný kynnti starfsemi skólans og sýndi nýbygginguna.
13/4 2005 - Fjörukráin í Hafnarfirði - 19 mættar
Heimsókn í Gljúfrastein. Fyrirhugað Landssambandsþing DKG aðalefni fundarins.
26/9 2005 - Gerðaskóli - 11 mættar.
Þórunn minntist látinnar systur, Öldu Jensdóttur. Auður kynnti skólastarfið og sýndi húsnæði Gerðaskóla. Byggðasafnið á Garðskaga skoðað og veitingar notið í Flösinni.
24/10 2005 - Heiðarskóli - 11 mættar.
Þórdís með orð til umhugsunar - kvennabaráttan (30 ára afmæli Kvennafrídagsins). Gestur: Sigrún Jóhannsdóttir - leiðtogatígullinn, kenningar Peter Kostembaum.
29/11 2005 - Myllubakkaskóli - 17 mættar.
Steinunn með orð til umhugsunar - orðið Konukot, orð tengt konum oft lítilmótlega eða lítillát heiti. Gestir: Veska frá Búlgaríu, Júlía Esther frá Kólumbíu og Bianca frá Máritíus sögðu frá jólahaldi í sínum löndum, sungu og sýndu dansa.
2004
15/1 2004 - heima hjá Guðbjörgu Sveinsdóttur.
Stefanía með orð til umhugsunar. Jólabækurnar
8/3 2004 - Duus hús
Valgerður með orð til umhugsunar - alþjóðabaráttudagur kvenna, bakslag í jafnréttisbaráttu kvenna sbr. rannsókn á konum og körlum í fjölmiðlum 76 % vs 24% Gestur: Guðni Kolbeinsson með fyrirlestur: Lestur er lítið sjálft (lestrarmenningarverkefnið. Valgerður sagði frá Duushúsunum og starfseminni þar.
27/4 2004 - Myllubakkaskóli.
Steinunn með orð til umhugsunar - allt þarf að gerast svo hratt í dag, las tvær örsögu. Oddný með framsögu um styttingu náms til stúdentsprófs
12/10 2004 - Fræðsluskrifstofa.
Elínborg með orð til umhugsunar - konur á framabraut. Guðbjörg Sveinsd. kynnti starfsemi Fræðsluskrifstofu
3/11 2004 - Bókasafn Reykjanesbæjar - 15 mættar.
Guðbjörg Ingim. með orð til umhugsunar - störf kennara og skólastjóra. Gestur: Rósa K. Júlíusdóttir með framsögu um listnám
6/12 2004 - Hæfingastöðin - 10 mættar.
Hulda Björk með orð til umhugsunar - staða kvenna, niðurstöður Pisa könnunarinnar. Sigríður Dan með framsögu Átaks er þörf í málefnum fatlaðra
2003
16/1 2003 - Hæfingastöðin - 11 mættar.
Sigríður Dan með orð til umhugsunar - fósturgreining. Sigríður Dan kynnti starfsemi og húsakynni stöðvarinnar. Jólabækurnar
10/3 2003 - Holtaskóli
Jónína með orð til umhugsunar - örsagan Vandamálatréð. Gestur: Sigríður Lillý Baldursdóttir með framsögu - Takturinn í tilverunni. Vilborg Dagbjartsdóttir flutti 5 ljóð sem hún hefur þýtt. Sigríður Jónsdóttir sagði frá Evrópuþing 5. - 9. ágúst í Reykjavík. Áslaug Brynjólfsdóttir ávarpaði fundinn.. Gestir fundarins: systur úr Gammadeild
9/4 2003 - Njarðvíkurskóli - 14 mættar.
Lilja var með orð til umhugsunar - traust guðs til okkar í stóru og smáu. Gestur: Auður Þórhallsdóttir úr Fossvogsskóla með framsögu um umhverfismennt í skólum.
29/9 2003 - Fræðsluskrifstofa
Sigrún Ásta með orð til umhugsunar - Dásamleg kona úr bókinni Galdrabók Ellu Stínu eftir ElísabetuJökulsdóttur. Könnun, hópavinna og niðurstöður kynntar.
25/11 2003 - Matarlyst - 5 ára afmælishátíð
Lára með orð til umhugsunar - systraþel og af hverju hún getur þátt í DKG starfi.
Gestir: Áslaug Brynjólfsdóttir fyrrv. landssambandsforseti og Sigríður Jóhannesdóttir, fyrrv. alþingismaður. Áslaug ávarpaði fundinn og færði deildinni blóm og blómavasa, Sigríður Jóhannesdóttir flutti gamanmál.
2002
15/2 2002 - Heiðarskóli - 13 mættar.
Sveindís og Steinunn með orð til umhugsunar - vinskapur og sjálfsstjórn. Jólabækurnar
20/3 2002 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja.
Elín Rut með orð til umhugsunar - ljóð um mismunandi kynþætti. Oddný með framsögu úr mastersritgerð sinni Húsbóndans augu vinna hjúanna verk um tengsl hróss og hugsanamáta skólameistara og viðhorf til stjórnunar skóla. Auður, Elín Rut, Oddný, Sigríður Dan, Sigrún Ásta og Steinunn vígðar. Aðalfundur. Stjórnarskipti.
22/4 2002 í Kirkjulundi.
Jónina með orð til umhugsunar. Laxnesskvöld í boði Bókasafns Reykjanesbæjar
14/10 2002 - Byggðasafnið í Innri Njarðvík og Stekkjarkot - 18 mættar.
Hulda Björk með orð til umhugsunar - jafnréttisbaráttan. Sigrún Ásta kynnti starfsemi minjasafna og stöðu mála í Reykjanesbæ.
12/11 2002 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja - 16 mættar.
Þórunn með orð til umhugsunar og sagði frá heimsókn í skóla á Írlandi. Oddný með framsögu um skólasókn á Suðurnesjum
11/12 2002 - Heiðarskóli - 10 mættar.
Elínborg með orð til umhugsunar - las örsögu eftir Helga S. Jónsson: Jól í dalnum. Jóladagskrá - söngur - spakmæli - jólasaga.
2001
30/1 2001 - Tónlistarskólinn - 10 mættar.
Guðbjörg Sveinsdóttir með orð til umhugsunar - hin fjölmörgu hlutverk konunnar. Karen sýndi vinnustað sinn. Jólabækurnar
22/2 2001 - Fjölbrautaskóli Suðurnesja - 15 mættar.
Alda með orð til umhugsunar - tímaritið Embla. Sigríður Bílddal með framsögu um nýja námskrá framhaldsskóla. Sigríður, Þórunn og Alda sýndu vinnustaðinn sinn.
14/3 2001 Tjarnarsel - 10 mættar.
Guðríður með orð til umhugsunar - Skólastefna McMillian. Gestur: Sæmundur Hafsteinsson - Samskipti. Inga María kynnti vinnustað sinn.
10/10 2001 - Holtaskóli.
Guðbjörg var með orð til umhugsunar - hugleiðing Gunnars Dal um hinar ýmsu greindir. Valgerður með framsögu um menningu í Reykjanesbæ
8/11 2001 - Njarðvíkurskóli.
Sóley Halla með orð til umhugsunar - ljóð: Guð, ef ég ætti ögn af lífi.
Gstur: Gylfi Jón Gylfason - Greindirnar 7 skv. H. Gardner. Gestir fundarins voru systur úr Etadeild og væntanlegir nýir félagar, þær Auður, Elín Rut, Steinunn og Sigrún Ásta.
10/12 2001 - Grindavíkurkirkja - 16 mættar.
Stefanía með orð til umhugsunar - Æskuminning Kristrúnar Heiðarsdóttur
Gestur: séra Jóna Kristín sagði frá starfi presta og reynslu sinni sem ungrar konu í prestsstarfi. Grindavíkursystur fluttu leiklestur á predikun með sér Jónu Kristínu
2000
26/1 2000 - Þroskahjálp - 16 mættar.
Þórunn orð til umhugsunar - brottfall úr skólum, bæði grunn- og framhaldsskólum.
Bjarnfríður (í stjórn)kynnti starsemi Þroskahjálpar og Þórdís starf sitt sem félagsráðgjafi.
23/3 2000 - Heiðarskóli - 13 mættar.
Laufey með orð til umhugsunar - samhjálp, mætti vera meiri á Íslandi. Árný Inga kynnti vinnustað Heiðarskólasystra og sagði frá skólastarfinu þar.
8/5 2000 - Fræðsluskrifstofa - 16 mættar.
Guðríður með orð til umhugsunar * menntun leikskólakennara og breytingar á henni. Guðríður sagði frá starfi sínu sem leikskólafulltrúi, Inga María kynnti starfsemi Tjarnarsels. Gestur: Hulda Ólafsdóttir sagði frá starfsemi Vesturbergs.
30/9 2000 - Veitingahúsið Jenný, Bláa lóninu í boði Eta deildar - 8 mættar.
Formaður Þeta las úr Lækningabók alþýðunnar. Þema fundarins Bætt líkamsástand - betri lífsgæði
4/12 2000 - Myllubakkaskóli - 15 mættar.
Valgerður með orð til umhugsunar - Sagan um mann sem henti krossfiskum út í sjó, boðskapur: allt sem við gerum, þó lítið sé , getur skipt máli. Gestur: Sigríður Jónsdóttir, forseti Landssambands DKG. Sigríður Bílddal tekin formlega í deildina (stofnfélagi). Sigríður J. sagði frá samtökunum. Elínborg kynnti vinnustað sinn.
1998-99
Stofnfundur 26. nóvember 1998 - Flughótel - 26 stofnfélagar
28/1 1999 - Njarðvíkurskóli - 19 mættar.
Inntaka þeirra stofnfélaga sem ekki gátu mætt á stofnfundinn (Elínborg, Guðríður, Jónína, Margrét, Stefanía og Sveindís) Gestir fundarins: Sigrún Jóhannsdóttir landssambandsforseti og Ingibjörg Einarsdóttir. Lára, Sóley Halla og Lilja kynntu sinn vinnustað.
3/3 1999 - Grunnskóli Grindavikur - 6 mættar.
Bjarnfríður með orð til umhugsunar - las kafla úr bók Guðbergs Bergssonar Eins og steinn sem hafið fágar um kennslu í Þórkötlustaðahverfi á fyrri hluta aldarinnar. Stefanía kynnti vinnustað sinn og Bjarnfríðar.
1.-2. maí 1999 Hótel Keflavík
Landssambandsþing DKG á Íslandi.
11/10 1999 - Bókasafn Reykjanesbæjar - 14 mættar + 2 gestir.
Þórdís með orð til umhugsunar - frelsi og mannréttindi. Gestur: Þóra Úlfarsdóttir, talmeinafræðingur - reynsla af DKG þegar hún var í námi í USA. Hulda Björk kynnti sinn vinnustað
30/11 1999 - Holtaskóli - 13 mættar.
Hildur með orð til umhugsunar og sagði frá reynslu sinni sem ritari í vinnuhópi um menntmá á Kvennaráðstefnu í Rv., niðurstöður hópsins og tillögur til úrbóta.
Jónína kynnti vinnustað Holtaskólasystra og sagði frá breytingum þar við einsetningu.
Síðast uppfært 12. maí 2017