24. sept. 2019
Fundargerð Þeta deildar 24. september 2019. Fundurinn var haldinn í leikskólanum Tjarnarsel, Reykjanesbæ.
Fundur hófst klukkan 18.
22 konur mættar.
Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar. Félagatal látið ganga og það leiðrétt þar sem það þurfti
Kliðfundur: Tvær og tvær félagskonur ræddu saman um það sem var eftirminnilegast frá sumrinu.
Lára Guðmundsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um umhverfismálin sem eru aðalumræðuefni dagsins í dag. Börnin eru áhyggjufull og döpur. Allir eru kannski að reyna að gera eitthvað og vonandi gerir margt smátt eitthvað stórt. Ræddi um bókina Blá eftir Maju Lund sem er áhugaverð skáldsaga um áhrif umhverfisbreytinga og las stuttan kafla úr bókinni.
Inntaka nýrra félaga. Teknar voru inn 6 konur þær: Hulda Jóhannsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Inga Sif Stefánsdóttir, Heiða Ingólfsdóttir og Lóa Björk Gestsdóttir
Síðan var matur.
Þá sagði Árdís Jónsdóttir leikskólastjóri Tjarnarsels okkur frá leikskólanum og verkefninu þeirra Garðurinn okkar. Þar tóku þær garðinn og breyttu honum í útivistarparadís fyrir börnin með mikilli hjálp foreldra. Á hverju ári er sjálfboðaliðadagur þar sem starfsfólk og foreldrar koma saman og vinna í garðinum, alltaf mjög góð mæting á þessa daga og allir mjög samhentir í þessari vinnu hvort sem það er starfsfólk eða foreldrar. Mjög áhugavert og skemmtilegt starf hjá þeim.
Þá kynnti formaður vetrarstarfið og skitpi niður verkum á deildarkonur.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00
Síðast uppfært 24. okt 2019