16.október 2018
Fundargerð Þeta deildar 16. október 2018. Haldinn á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðarbæjar.
Fundur hófst klukkan 18.
10 konur mættar.
Ritari setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Ritari með nafnakall og las fundargerð síðasta fundar.
Þórdís Þormóðsdóttir var með orð til umhugsunar. Fjallaði hún um fíknina, áhrif hennar á fíkilinn og aðstandendur. Ræddi hún um sorg aðstandenda sem oft er ekki mikið talað um. Sorgin hjá aðstandendum fíkils er oft mjög þung og henni fylgir líka sjálfsásökun. Því fylgir mikil sorg að horfa upp á ástvin í hyldýpi fíknarinnar. Miklar og góðar umræður spunnust upp eftir hugleiðingu hennar.
Þá var komið á því að kjósa um nýja félaga og kynnti Ingibjörg Hilmarsdóttir þær sem hafa verið tilnefndar og var síðan kosið um þær.
Fanney Dóróthea Halldórsdóttir, sviðstjóri fræðslu-og frístundaþjónustu kynnti starfsemi sviðsins. Fór hún yfir skipuritið og stöðugildi, sagði frá þeim stofnunum sem heyra undir sviðið og kynnti þau fjölmörgu verkefni sem verið er að vinna að. Mjög fróðlegt erindi og mörg áhugaverð verkefni í Hafnarfirði.
Síðan var farið á veitingastaðinn Tilveran þar sem borðuð var mjög ljúffeng humarsúpa og ferskt salat.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20.00
Síðast uppfært 17. okt 2018