27. mars 2010
Síðasti fundur vetrarins og jafnframt aðalfundur Þetadeildar var haldinn fimmtudaginn 27. maí 2010 kl. 17:00. Fundurinn hófst í Víkingaheimum þar sem Sigrún Ásta sagði bæði aðeins frá víkingaskipinu Íslendingi og ítarlega frá sýningu Byggðasafnsins um forminjarannsóknina í Höfnum. Síðan var haldið sem leið liggur að Stekkjarkoti.
Þar tók við hefðbundin fundarstörf og aðalfundur deildarinnar. Valgerður Guðmundsdóttir, formaður deildarinnar, setti fund, bauð félagskonur velkomnar, kveikti á kertunum þremur og las markmið Delta Kappa Gamma samtakanna, ritari tók nafnakall, 21 félagskona var mættl. Því næst var fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar og var hún samþykkt athugasemdalaust.
Í stað hefðbundinna orða til umhugsunar las Valgerður upp tvö ljóð um sumarið eftir Þór Stefánsson, kennara og ljóðskáld.
Gjaldkeri deildarinnar, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, kynnti reikninga deildarinnar og voru þeir samþykktir.
Stjórn lagði til að árgjaldið fyrir árið 2010 verði kr. 10.000 og var það samþykkt.
Formaður kallaði eftir tillögum um nýja stjórn, engar tillögur komu fram. Stjórn lagði þá fram tillögu um Guðbjörgu M.
Sveinsdóttur sem næsta formann og með henni í stjórn Ingu Maríu Ingvarsdóttur, Brynju Aðalbergsdóttur og Bryndísi Björgu
Guðmundsóttur, tillögunni var fagnað og hún samþykkt með lófataki. Stjórn mun síðar kalla nýjan gjaldkera til starfa.
Guðbjörg þakkaði traustið og vonaðist til að á næsta starfsári verði mæting eins góð og á þessum fundi, hún
minnti á að næsta vor verður vorþing DKG í umsjón Þetadeildar.
Valgerður þakkaði fráfarandi stjórnarkonum ánægjulegt samstarf og vel unnin störf
Síðan var upp boðið upp á himneska heimalagaða súpu sem Guðbjörg galdraði fram og brauð.
Fundi slitið kl. 18:30.
Hulda Björk Þorkelsdóttir
ritaði fundargerð
Fundargerðin samþykkt á fundi 29. september 2010.
Síðast uppfært 04. okt 2010