Skýrsla Þetadeildar 2010–211 og 2011–2012
Skýrsla formanns starfsárið 2010–2011 og 2011–2012
Starfsárið 2010–2011
Ný stjórn tók til starfa 1. júlí 2010. Hana skipa Guðbjörg M. Sveinsdóttir formaður, Inga María Ingvarsdóttir ritari og meðstjórnendur Bryndís Guðmundsdóttir og Brynja Aðalbergsdóttir. Gjaldkeri deildarinnar er Hulda Björk Þorkelsdóttir.
Stjórnin ákvað að þema þessara tveggja starfsára yrði lestur og læsi.
- Fundur var haldinn 29. september í leikskólanum Vesturbergi. Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri tók á móti okkur og kynnti starfsemi skólans. Árdís Jónsdóttir leikskólakennari sagði frá verkefninu Orðaspjalli og starfi Tjarnarsels og læsisverkefnum sem unnið er með þar. Sóley Halla var með orð til umhugsunar.
- Fundur var haldinn 28. október í Holtaskóla. Guðbjörg Þórisdóttir fjallaði um nýbreytni í lestrarkennslu og Guðbjörg Ingimundardóttir var með orð til umhugsunar. Tvær nýjar konur gengu til liðs við Þetadeildina þær Fanney Halldórsdóttir og Kristín Helgadóttir
- Fundur haldinn 30. nóvember á heimili Ingu Maríu. Bryndís Jóna Magnúsdóttir grunnskólakennari og rithöfundur fjallaði um tildrög nýjustu bókar sinnar sem hún kallar Stelpurokk. Guðbjörg og Brynja voru með innlegg til umhugsunar. Á fundinum var Þetakonum skipt upp í starfshópa til undirbúnings Landssambandsþingi sem var haldið á vegum Þetadeildar í apríl.
- Fundur haldinn 31. janúar á Bókasafni Reykjanesbæjar. Um var að ræða hefðbundinn bókafund þar sem félagskonur fjalla um allt það nýjasta sem þær hafa verið að lesa. Guðríður var með orð til umhugsunar.
- Fundur haldinn 28. febrúar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Elín Rut Ólafsdóttir fór yfir það nýjasta sem FS er að gera í íslenskukennslu og einnig sagði hún frá stuttum brautum sem skólinn býður upp á. Þorbjörg og Ása sýndu ýmsar lausnir í Word sem nemendur með lesörðugleika geta nýtt sér. Þórunn var með orð til umhugsunar
- Fundur haldinn 29. mars í Reykjavík. Oddný Harðardóttir þingmaður tók á móti hópnum og sýndi okkur Alþingishúsið og vinnuaðstöðu sína.
Dagana 7.- 8. maí var haldið landssambandsþing DKG í Reykjanesbæ. Þetakonur sáu um allan undirbúning og stóðu sig frábærlega enda gekk þingið vel og allir gestir afskaplega ánægðir. Veðrið lék við gesti sem nutu þess að vera saman á þinginu, fara í menningarferð um Reykjanesbæ og njóta tónlistar af Suðurnesjum svo eitthvað sé nefnt. Þetakonur fá bestu þakkir fyrir allt sem þær gerðu til að gera þessa helgi eftirminnilega og skemmtilega.
Starfsárið 2011–2012
Þegar þessi stjórn tók við var ákveðið að þema tímabilsins yrði lestur/læsi í víðustu merkingu þessara orða. Þess vegna var haldið áfram að vinna með þetta þema haustið 2011. Stjórnin ákvað að sleppa því að halda fund í september þar sem flestar félagskonur eru í miklum önnum við að koma skólastarfi í gang. Þess í stað var ákveðið að halda fleiri fundir á vorönn. Sem fyrr eru fundir haldnir í síðustu viku hvers mánaðar.
- Fundur var haldinn 26. október á Bókasafni Reykjanesbæjar. Hulda Björk Þorkelsdóttir forstöðumaður safnsins kynnti verkefni sem unnin eru á safninu og hafa það að markmiði að efla og auka lestur og læsi. Miklar umræður urðu meðal félagskvenna um hlutverk bókasafna, blómlegt starf bókasafns Reykjanesbæjar og eflingu læsis. Kristín Helgadóttir sá um orð til umhugsunar.
- Fundur haldinn 3. desember í Þjóðmenningarhúsinu. Þessi jólafundur var haldinn sameiginlega með Alfadeild og Etadeild. Gestir fundarins voru Vigdís Finnbogadóttir og Herdís Egilsdóttir.
- Fyrsti fundur á árinu 2012 var haldinn 26. janúar á heimili Guðbjargar. Um var að ræða hefðbundinn bókafund þar sem konur sögðu frá nýjum bókum.
- Fundur haldinn 27. febrúar í Duus húsunum. Inga Þórey Jóhannsdóttir aðstoðarskólastjóri Myndlistaskóla Reykjavíkur sagði frá myndlæsi og gaf okkur nýja sýn á myndverk. Guðlaug María Lewis starfsmaður í Duus bauð upp á leiðsögn um sýninguna ,,Bóndadagur eftir listamanninn Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, sem stendur yfir í Duushúsum. Fanney Halldórsdóttir sá um orð til umhugsunar.
- Fundur haldinn 28. mars í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Helga Rut Guðmundsdóttir fjallar um tónlistarlæsi. Þorbjörg Garðarsdóttir sá um orð til umhugsunar. Aðalfundur deildarinnar þar sem kosin verður ný stjórn.
- Síðasti fundur þessa starfsárs verður haldinn í Reykjavík 26. apríl n.k. þar sem farið verður í bókmenntagöngu með Úlfhildi Dagsdóttur rithöfundi.
Þar með lýkur þessu starfsári og þessu tímabili stjórnarinnar. Á þessum tveimur árum höfum við fjallað um lestur og læsi í víðri merkingu og fengið að kynnast ýmsu sem verið er að gera með börnum og fullorðnum til að stuðla að auknum lestri og skilningi á lestrarvenjum og læsi. Gjaldkerinn okkar hún Hulda er búin að sækja um kennitölu fyrir Þetadeildina þannig að núna er deildin skráð sem félag í þjóðskrá.
Á þessu tímabili hafa félagskonur komið víða við og tekið þátt í nefndarstörfum fyrir landssambandið. Starfsárið 2009-2011 var Hulda Björk Þorkelsdóttir í vefnefnd. Starfsárið 2011-2013 eru Elín Rut Ólafsdóttir, G. Lára Guðmundsdóttir og Þorbjörg Garðarsdóttir í samskipta- og útgáfunefnd og Sveindís Valdimarsdóttir í menntanefnd. Guðbjörg Sveinsdóttir er gjaldkeri landssambands DKG. Sveindís Valdimarsdóttir sótti Evrópuráðstefnu DKG í Baden Baden sumarið 2011 og skrifaði um það ferðalag í fréttablað samtakanna haustið 2011. Guðbjörg Sveinsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir fara á alþjóðaráðstefnu DKG í júlí 2012.
Að lokum vil ég færa stjórninni og öllum Þetakonum bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf síðastliðin tvö ár og ég vona að Þetakonur eigi eftir að blómstra í framtíðinni.
Bestu kveðjur til ykkar allra
Guðbjörg M. Sveinsdóttir, formaður Þetadeildar 2010–2012
Síðast uppfært 12. maí 2017