6. október 2008

1. fundur vetrarins haldinn í Duus húsum mánudaginn 6. október 2008 kl. 20:00

Valgerður Guðmundsdóttir, formaður, setti fund og bauð fundargesti velkomna.
Hún kveikti síðan á kertunum þremur og las markmið deildarinnar.
Valgerður kynnti síðan nýja stjórn, ræddi þema vetrarins sem er listir og menning og kynnti fyrirhugað afmælishóf en deildin verður 10 ára í nóvember.


Sigrún Ásta flutti orð til umhugsunar og fjallaði um þema vetrarins og tengdi við fræðslu. Hún las tvö erindi úr Völuspá og lagði út frá þeim. Fræðsla um menningu og listir í skóla er aðgangsmiði að menningu síðar á ævinni, ef börn venjast því í skóla að fara á listsýningar þá kunna þau að njóta þess þegar þau eru orðin fullorðin. Það að geta notið menningar gera okkur að sterkari manneskjum, menning og listir eru vinir í raun.

Valgerður sagði frá þeirri ætlan stjórnar að gera vef fyrir deildina í tilefni afmælisársins og hefur Hulda Björk tekið að sér að sjá um hann.

Næst var nafnakall,  10 félagar voru mættir og tveir gestir, Ása Einarsdóttir og Ilmur Stefánsdóttir.
Hulda Björk las fundargerð síðasta fundar og var hún samþykkt.

Valgerður kynnti því næst Ilmi Stefánsdóttur, myndlistarmann,  sem leiddi okkur síðan í gegn um sýningu sína  og svaraði fyrirspurnum.

Umræður héldu svo áfram yfir veitingum og færði formaður Ilmi rós í lok fundar.
Einnig afhenti hún Guðbjörgu Sveinsdóttur rós fyrir að stuðla að komu nemenda í Konunglega sænska balletskólanum til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 2008.

Fundi slitið kl. 21:30.

Hulda Björk Þorkelsdóttir
fundarritari

Fundargerð samþykkt á fundi 26. nóvember 2008.


Síðast uppfært 25. apr 2009