25. nóvember 2019

Jólafundur Delta Kappa Gamma haldinn á Hótel Keflavík 25. nóvember 2019 kl. 18:00.

 

 

Kristín Helgadóttir setti fundinn í fjarveru formanns og kveikti á kertum.

Þá var nafnakall og fundargerð síðast fundar lesin.

 

Ingibjörg Guðmundsdóttir flutti orð til umhugsunar. Ræddi hún um kærleikanna og mikilvægi hans í samskiptum og almennt um hvað kærleikur er.

Séra Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir flutti erindi. Hún talaði um jólin og jólahald með augum prestsins og hvað prestar í starfi sínu sjá mismunandi væntingar og vonir já söfnuði sínum í aðdraganda jólanna. Hún talaði um mikilvægi þess að halda saman og gæta og leiðbeina hvert öðru og sagði í framhaldi af því kanadíska sögu sem kallast „The Shepherd“.

 

Að loknu borðhaldi komu fjórir ungir harmonikuleikarar frá Tónlistaskóla Reykjanesbæjar og léku jólalög.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:05


Síðast uppfært 17. des 2019