28. september 2015
Fundargerð 28.september 2015
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Ord til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerd
4. Kynning á vetrarstarfi
5. Sigrún Ásta segir frá Mörtu Valgerði Jónsdóttur
5. Önnur mál.
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttunnar, trúmennskunnar og hjálpseminnar
- Elín Rut Ólafsdóttir var með orð til umhugsunar og sagði okkur frá mastersverkefni sínu sem hún var að ljúka við síðasta vor, rannsókn á því hversu mikilvæg eftirfylgni foreldra er fyrir unglinga í framhaldsskóla. Verkefnið ber titilinn Skuldbinding til náms: Tengsl við stuðning foreldra og eftirfylgni, trú á eigin getu, skólahegðun í grunnskóla og vissu um námsval. Áhugavert innlegg sem gaman væri að heyra meira um.
- Ritari var med nafnakall og voru 16 konur mættar
- Sigrún Ásta formaður sagði frá áætlun um vetrarstarf Þeta deildar fyrir veturinn 2015-16. Sigrún Ásta hvatti konur til að mæta á 40 ára afmæli DKG sem haldið verður í Þjóðarbókhlöðunni laugardaginn 7. nóv.
- Sigrún Ásta sagði frá ævi Mörtu Valgerðar Jónsdóttur. Marta Valgerður fæddist árið 1889 hún skrifaði um 100 greinar í tímaritið Faxa á árunum 1945-1969. Áhugavert innlegg um merka konu úr okkar samfélagi.
- Guðbjörg Sveinsdóttir sagði frá Evrópuþingi sem hún fór á síðasta sumar í Borås í Svíþjóð. Hún hvetur konur til að sækja þessi þing. Á næsta ári verður alþjóðaþing í Nashville.
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 30. sep 2015