28. mars 2012

5. fundur starfsársins haldinn í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Dagskrá fundar:
  1. Kveikt á kertum
  2. Nafnakall/fundargerð 
  3. Léttsveit Tónlistarskólans  
  4. Orð til umhugsunar
  5. Fyrirlestur um tónlistarlæsi 
  6. Önnur mál
  7. Aðalfundur Þetadeildar
  1. Kveikt á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. 
  2. Nafnakall og voru 15 félagskonur mættar. 
  3. Léttsveit tónlistarskólans spilaði tvö lög undir stjórn Karenar J. Sturlaugsson. Á milli laga sagði  Karen frá afrekum og framtíðarplönum hljómsveitarinnar.
  4. Þorbjörg Garðarsdóttir flutti orð til umhugsunar og sýndi ýmissa aðgengileg forrit til að nota við nám og kennslu. 
  5. Gestur kvöldsins, Helga Rut Guðmundsdóttir lektor í tónmennt menntavísindasvið HÍ var með fyrirlestur um tónlistarlæsi. Helga R. hefur sérhæft sig í tónlist ungra barna og stofnaði fyrirtækið Tónagull 2004. Það sem m.a. kom fram hjá henni er að rannsóknir hafa sýnt að tónlistarnám flýtir fyrir þroska barna er varðar skynjun á formi og uppbyggingu tónlistar. Áhugaverðar umræður spunnust í lok fyrirlestrarins
  6. Undir önnur mál:
    a. Guðbjörg hvatti systur til að fara á Erlingskvöld þar sem gestur kvöldsins var Vilborg Dagbjartsdóttir og fyrirlestra Brynju Aðalbergsdóttur og Sigrúnar Ástu Jónsdóttur á Safnahelgi á Suðurnesjum um varðveislu minja er tengjast herstöðinni og áhrif hennar á daglegt í Keflavík.
    b.  Guðbjörg minnti systur enn og aftur á vorþingið sem verður 28. apríl í Þjóðmenningarhúsinu.  Dagskrá þingsins er fjölbreytt og mun Oddný Harðardóttir ráðherra og Þetasystir vera með erindi  á þinginu. Nánari upplýsingar á netsíðu landssamtakanna

    Stutt hlé var gert á fundinum og bauð stjórnin upp á kaffiveitingar.

  7. Aðalfundur Þetadeild
    Guðjónína var kosinn fundarstjóri. Guðbjörg formaður flutti skýrslu stjórnar og fór yfir verkefni hennar síðustu tvö árin. Hulda, gjaldkeri skýrði reikninga deildarinnar og lagði þá fram til samþykktar.  Hún lagði til að félagsgjaldið yrði óbreytt 10.000 kr. sem var samþykkt. Formaður uppstillingarnefndar fór yfir störf nefndarinnar. Hún bar upp tillögu nefndarinnar um  formann, Ingu Maríu Ingvarsdóttur og meðstjórnendur, Elínu R. Ólafsdóttur, Gyðu Arnmundsdóttur og Kristínu Helgadóttur, sem var samþykkt.
Fundi slitið  kl. 10.00
Inga María Ingvarsdóttir,
ritaði fundargerðina.


Síðast uppfært 12. apr 2012