26. september 2005

Fyrsti fundur ársins haldinn í Gerðaskóla.

Sóley setti fundinn og bauð fundarkonur velkomnar

Elín kveikti á kertum og var með nafnakall. 11 konur voru mættar.

Sóley kynnti vetrarstarfið sem er framundan og sagði jafnframt frá landsfundinum sem haldinn var í vor. Sóley sagði einnig frá því að nokkrar konur frá okkur munu sinna störfum fyrir landssambandið næstu tvö árin. Það eru Guðbjörg Sveinsdóttir sem tekið hefur við starfi gjaldkera og Auður, Oddný og Elín eru í ritnefnd fréttabréfs DKG.

Því næst minntumst við látinnar systur en Þórunn Friðriksdóttir flutti nokkur minningaroð um Öldu Jensdóttur sem lést í júní.

Þar sem við vorum staddar í Gerðaskóla þá flutti Auður Vilhelmsdóttir stuttan pistil og sagði frá upphafi skólastarfs í Gerðaskóla. Þetta var mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi. Að því loknu skoðuðum við skólahúsnæðið. Eftir u.þ.b. klukkustundar fund í Gerðaskóla var haldið í Byggðasafnið á Garðskaga. Við skoðuðum safnið og fengum okkur síðan kaffi og meðlæti í nýju kaffihúsi staðarins Flösinni. Óformlegum fundi var haldið áfram og málin rædd.

Konur kvöddust síðan kl. 22:00 eftir ánægjulega kvöldstund.

Elín Rut Ólafsdóttir
fundarritari

 

 

 


Síðast uppfært 25. apr 2009