20. mars 2002

Fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var það hópur 5, Alda, Þórunn, Sigríður Bílddal, Oddný og Elín sem voru gestgjafar.

Elín Rut sá um orð til umhugsunar og las hún ljóð sem fjallar um mismunandi kynþætti.

Oddný Harðardóttir flutti fyrirlestur sem hún byggði á mastersritgerð sinni sem ber nafnið: "Húsbóndans augu vinna hjúanna verk : tengsl hróss og hugsanamáta skólameistara og viðhorf kennara til stjórnunar skóla." Fram kom að hrós er lykilatriði í sambandi við líðan kennara og þar með viðhorf þeirra til skólans og starfsins. Skólameistari er lykilpersóna í skólastarfinu og skapgerð hans og vinnubrögð skipta miklu máli fyrir gæði skólastarfsins.

Eftir fundarhlé voru 6 nýjar systur vígðar í félagskapinn og var Áslaug Brynjólfsdóttir, forseti landssambandsins, mætt til að aðstoða við vígsluna. Guðbjörg Ingimundardóttir, formaður Þetadeildar, og Valgerður Guðmundsdóttir, ritari, framkvæmdu vígsluna.

Þær sem gengu í félagsskapinn voru: Auður Vilhelmsdóttir, Elín Rut Ólafsdóttir, Oddný Harðardóttir, Sigríður Daníelsdóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Steinunn Njálsdóttir.

Valgerður Guðmundsdóttir


Síðast uppfært 25. sep 2009