18. janúar 2016
Fundargerð 18.janúar 2016
Dagskrá fundar:
1. Kveikt á kertum
2. Orð til umhugsunar
3. Nafnakall / fundargerð
4. Þórdís Gísladóttir rithöfundur mætir á fundinn
5. Önnur mál:
- Formaður setti fundinn og kveikti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Hún bauð nýjan félaga velkominn í hópinn, Sigurlína Jónasdóttir sem verið hefur í Iota deild en hefur nú flutt búferlum á Suðurnesin.
- Guðríður Helgadóttir var með orð til umhugsunar. Hún gerði ömmuhlutverið að umtalsefni sínu. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, Guðríður hefur tekið mikinn þátt í uppeldi barnabarna sinna og haft gaman að. Hún sagði skemmtilegar sögur af samvistum sínum við barnabörnin.
- Ritari var með nafnakall og voru 25 konur mættar
- Þórdís Gísladóttir rithöfundur mætti á fundinn og las upp úr bókum sínum Randalín og Mundi sem tilnefnd er til íslensku barnabókaverðlaunanna, Velúr og Leyndamál annarra sem fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010. Umræður og spjall í lokin.
Formaður sleit fundi kl.20:00
Ritari: Kristín Helgadóttir
Síðast uppfært 26. apr 2016