12. nóvember 2002
2. fundur starfsársins haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þann 12. nóvember 2002 kl. 20:00.
- Formaður félagsins bauð konur velkomnar, kveikti á kertum g las markmið félagsins.
- Þórunn Friðirksdóttir flutti orð til umhugsunar Hún sagði frá heimsókn til skóla á Írlandi - hvaða áhrif það hafi á hana og hvað væri líkt og ólíkt með skólum ytra og hér heima.
- Fært til bókar hverjir mættu, fundargerð síðasta fundar samþykkt og lesið bréf er fjallaði um landsmótarfundinn 26. apríl á Hótel Eldhestum, venjuleg aðalfundarstörf. Einnig var greint frá nefndum vegna Evrópufundarins í ágúst en nánari fréttir koma síðar.
- Oddný G. Harðardóttir flutti erindi um skólasókn á Suðurnesjum. En vaxandi áhyggjur eru vegna þess hve slök staða Suðurnesjamanna er varðandi fjölda þeirra sem sækja og ljúka framhaldsnámi. Talsverðar umræður um hvað valdi og hvað helst er til ráða. Oddný taldi að aðeins með sameiginlegu átaki allra í samfélaginu væri hægt að snúa þessari þróun við.
- Þá var tekið kaffihlé, að því loknu var sungið saman og formaður sleit síðan fundi um leið og hún minnti á næasta fund í Heiðarskóla sem halda á 11. desember n.k.
Síðast uppfært 21. maí 2009