20. feb.2017
1. Kveikt á kertum
2. Nafnakall og fundargerð síðasta fundar lesin
3. Orð til umhugsunar
4. Deildarkonur kynna sig
5. Kynning á starfsemi og fræðslustarfi Isavia, Sóley Ragnarsdóttir mannauðsstjóri, Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri og Lóa Björg Gestsdóttir námsbrautastjóri Flugverndardeildar taka á móti hópnum.
6. Önnur mál
1. Gerður Pétursdóttir formaður setti fundinn með því að kveikja á kertum og var hún jafnframt gestgjafi fundarins.
2. Kristín Helgadóttir framkvæmdi nafnakall og las fundargerð síðasta fundar í forföllum Sigurlínu Jónasdóttur ritara.
3. Halldóra Magnúsdóttir var með orð til umhugsunar og velti fyrir sér hugtakinu tækifæri sem hefur jákvæða merkingu í íslensku máli. Það er misjafnt hvað við gerum við tækifæri lífsins, við viljum fá tækifæri og óskum öðrum þess sama. Félagsskapurinn okkar Delta Kappa Gamma gefur okkur tækifæri til að fræðast, hlusta og styðja hvor aðra.
4. Deildarkonan sem kynnti sig var Sigrún Ásta Jónsdóttir safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Hún sagði frá uppvaxtarárunum í Búðardal, námi sínu og menntun og hvaða störfum hún gegndi þangað til hún tók við starfi safnstjóra Reykjanesbæjar.
5. Næst tók tók til máls Gerður Pétursdóttir og kynnti fyrirtækið Isavia þar sem hún gegnir stöðu fræðslustjóra. Markmið Isavia er að fólk upplifi gott ferðalag frá upphafi til enda. Flugstjórnasvæði landsins er stórt og snerti Isavia ferðalag um 30.000 farþega á síðasta ári. Um Keflavíkurflugvöll fóru 6,8 milljónir farþega á síðasta ári. Þar af stoppuðu 2 milljónir farþega á Íslandi en aðrir voru í tengiflugi. Búist er við enn frekari fjölgun á þessu ári. Í dag starfa 1.300 starfsmenn hjá fyrirtækinu. Gerður fór einnig yfir skipulag fræðslumála hjá Isavia. Hún fór meðal annars yfir starfs- og ábyrgðarsvið fræðslustjóra, nýliðaþjálfun og námsbrautir. Næst steig á stokk Lóa B. Gestsdóttir námsbrautarstjóri hjá Flugvernd sem er ein deild innan Isavia. Hún kynnti meðal annars þjálfunarleiðir og umfang þeirra í fræðslustarfinu. Það var svo sannarlega fróðlegt og skemmtilegt að kynnast umfangsmiklu og fjölbreytta fræðslustarfi í þessu ört stækkandi fyrirtæki í flugstöðinni okkar. Glæsilegar og gómsætar veitingar voru í boði Isavia.
6.Önnur mál: Til stendur að fara í vorferð í apríl og heimsækja Valgeir Guðjónsson og Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur á Bakkastofu á Eyrarbakka. Hugmyndin fékk góðan hljómgrunn. Landsambandsþing verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. maí n.k. og eru félagskonur hvattar til að sækja þingið og kynna sér það nánar á vef DKG. Næsta Evrópuþing verður haldið í Tallinn í Eistlandi 26.–29. júlí 2017. Búið er að opna fyrir upplýsingasíðu þingsins og opna fyrir bókanir á ráðstefnuhótelið. Félagskonur eru hvattar til að sækja þingið. Norska DKG landsambandið býður okkur að sitja þingið þeirra nú í vor. Það er haldið 21.-23. apríl.
Fundi slitið Árdís Hrönn
Síðast uppfært 14. maí 2017