Afmælisfundur 26. nóvember 2018

Fundargerð Þeta deildar 26. nóvember 2018. Haldinn á hótel Park Inn, Reykjanesbæ

Fundur hófst klukkan 18.30.

27 konur mættar.

Formaður setti fundinn og kveikti á kertum, vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Formaður þakkaði afmælisnefndinni fyrir vel unnin störf við undirbúning fundarins og kynnti dagskrá kvöldsins.

Guðbjörg Sveinsdóttir  var með orð til umhugsunar. Fór hún yfir sögu deildarinnar, rifjaði upp stofnun hennar og því sem hefur verið gert á þessum 20 árum. Þeta konur hafa verið duglegar að vera í landsnefndum, við höfum heimsótt aðrar deildir og fengið aðrar deildir í heimsókn til okkar. Konur í Þetadeild eru krafmiklar, hugmyndaríkar og skapandi. Hún fór aðeins yfir hvað einkunnarorðin vinátta, hjálpsemi og trúmennska standa fyrir. Þau eru falleg og tala vel til okkar. Félagsskapurinn er góður vettvangur til að styrkja tengslanet og búa til nýtt tengslanet. Hún endaði á að fara með ljóðið Kona eftir Þuríði Guðmundsdóttir.

Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Jóna Benediktsdóttir forseti landssambandsins tók til máls og óskaði deildinni til hamingju með afmælið og sagði frá því hvernig hún horfir á DKG. Félagði gefur okkur tækifæri til að stíga út fyrir þægindarammann og takst á við áskoranir.

Lára Guðmundsdóttir fyrsti formaður deildarinnar var með annál og fór yfir sögu deildarinnar.

Þá var Ari Eldjárn með uppistand og er óhætt að segja að mikið hafi verið hlegið og konur skemmt sér vel.

Formaður og forseti landssambandsins heiðruðu stofnfélaga, veittu þeim viðurkenningu og gáfu þeim rós.

Forseti landssambandsins hvatti konur til að vera virkar, því þannig getum við haft áhrif.

Að lokum þakkaði formaður fyrir fundinn og góða mætingu og sleit fundi.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21.30.

 

 

 

 

 

 

 


Síðast uppfært 27. nóv 2018